Alþingiskosningar 2024
Kosningaáherslur
Húsnæðismál
Verjum íslensk heimili gegn óstjórn. Sköpum heilbrigðan húsnæðismarkað. Allir eiga að geta eignast húsnæði.
Við ætlum að endurreisa séreignarstefnuna á Íslandi. Við kynnum aðgerðaráætlun sem við köllum „íslenska drauminn“ – aðgerðir sem tryggja að allir hafi tækifæri til að eignast eigið húsnæði. Við uppfærum hlutdeildarlánafyrirkomulagið og innleiðum kynslóðabrú.
INNFLYTJENDAMÁL
Frá óreiðu til almannahags. Vöktum landið – verjum íslenska velferð!
Við ætlum að koma böndum á stjórnleysið sem ríkir á landamærunum og skrifa ný útlendingalög frá grunni. Það á enginn að koma til Íslands í leit að hæli. Við eigum að bjóða fólki í neyð til landsins og hjálpa því að aðlagast íslenskri menningu og samfélagi. Við eigum líka að hjálpa fólki í neyð á þeirra nærsvæðum. Þannig hjálpum við fleirum.
FJÁRMÁLAKERFIÐ
Stöndum vörð um þín verðmæti. Látum þig njóta eignar þinnar.
Miðflokkurinn vill afhenda almenningi í landinu, raunverulegum eigendum Íslandsbankanka, sinn hlut í bankanum beint. Þar með fengi hver íslenskur ríkisborgari eignarhlut sinn til ráðstöfunar. Aðgerðin stuðlar að virkari hlutabréfamarkaði og eykur möguleika fólks á að fjárfesta í verðmætasköpun.
RÍKISFJÁRMÁL
Stöðvum óráðsíu í ríkisrekstri. Það á ekki að bruðla með peningana þína.
Við ætlum að ná tökum á ríkisfjármálunum hratt og örugglega – við ætlum að spara og lækka skatta. Ýta undir einkaframtakið og verðmætasköpun í landinu og hætta kostnaðarsömum ríkisaðgerðum sem engu skila. Fjárlög ríkisins verða hallalaus í fyrstu atrennu sem mun leiða til hraðari lækkun vaxta og verðbólgu. Við höfum gert þetta allt áður – og ætlum að gera þetta aftur.
Samgöngumál
Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land. Inn með Sundabraut – burt með Borgarlínu.
Miðflokkurinn hafnar alfarið hugmyndum um Borgarlínu eins og þær liggja fyrir. Við ætlum að setja Sundabraut í algjöran forgang þannig að framkvæmdir geti hafist sem fyrst, enda arðbærasta samgönguframkvæmd á landinu. Staða þjóðvegakerfisins er orðin grafalvarleg vegna viðvarandi viðhaldsleysis. Við ætlum að bregðast við því og fara að framkvæma.
ORKUMÁL
Lifandi afl í þágu þjóðar. Nýtum, virðum og njótum.
Aðgengi að nægu rafmagni á hagstæðu verði er ein meginforsenda verðmætasköpunar á Íslandi. Það er kominn tími til að rjúfa kyrrstöðu síðustu ára í orkumálum. Við ætlum að setja sérlög um virkjanakosti í nýtingarflokki rammaáætlunar og ganga í verkin. Það er ekki eftir neinu að bíða.
HEILBRIGÐISMÁL
Skerum heilbrigðiskerfið upp! Setjum líf og líðan fólks í forgang.
Áhersla á forvarnir og samspil opinbers- og sjálfstætt starfandi sérfræðinga, þar sem rekstarformin styðja hvort við annað er leiðin að betra heilbrigðiskerfi.
Við ætlum að hefja raunverulegt átak í uppbyggingu hjúkrunarrýma fyrir aldraða, þannig leysast viðvarandi vandamál inni á spítölum landsins. Við ætlum að leggja til atlögu við biðlistana og stórbæta stöðu geðheilbrigðismála. Skimunum eftir tilteknum sjúkdómum verður beitt með fjölbreyttari hætti en verið hefur, þannig tekst að grípa fyrr inn í en nú er. Við þurfum að skera heilbrigðiskerfið upp, með skynsemina að leiðarljósi – lausnin er ekki alltaf meiri peningar.
ELDRI BORGARAR
Virðum eldri borgara að verðleikum. Gerum vel við þá!
Eldri borgarar hafa beðið of lengi eftir löngu tímabærri lagfæringu á stöðu sinni.
Við ætlum að auðvelda eldri borgurum sem vilja og geta að vera áfram virkir á vinnumarkaði, til þess ætlum við að hækka frítekjumark atvinnutekna í 600 þúsund á mánuði, í fyrsta skrefi. Við ætlum jafnframt að hækka frítekjumark greiðslna úr lífeyrissjóði í 150 þúsund á mánuði.
Sérstök áhersla verður lögð á að bæta hag þess hóps sem er með lægri samanlagðar tekjur frá TR og úr lífeyrissjóði en samsvarar lægstu launum.
LANDBÚNAÐARMÁL
Íslenskur landbúnaður – lífæð þjóðar!
Eflum bændur, uppskerum heilnæm verðmæti.
Við styðjum íslenska matvælaframleiðslu og bændur þessa lands. Heilnæmar afurðir og líflegar sveitir efla íslenskt samfélag.
Við viljum framleiða meira af íslenskum matvælum til sjávar og sveita.
Við ætlum að nýta þau miklu tækifæri sem felast í heilnæmi matvæla, fæðuöryggi og vaxandi möguleikum til nýtingar vistvænnar orku til matvælaframleiðslu.
Verulegt ójafnvægi ríkir í tollasamningum Íslands enda hafa forsendur breyst. Samningana þarf að endurskoða.
Við ætlum að stórefla landbúnað og styrkja rekstrarafkomu bænda – í þágu þjóðarinnar allrar.