Gæsla landamæra og málefni hælisleitenda og flóttamanna
- Miðflokkurinn leggur áherslu á að litið sé til reynslu Norðurlandanna varðandi málefni hælisleitenda.
- Miðflokkurinn leggur áherslu á að styðja fólk á heimaslóð þar sem fé nýtist sem best og taka við kvótaflóttamönnum í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar.
- Miðflokkurinn leggur áherslu á eflingu löggæslu og landamæravörslu.
Stefnumið:
Hælisumsóknum fjölgar hratt á Íslandi á meðan þeim fækkar í nágrannalöndum. Þessa þróun verður að stöðva.
Aukning skipulagðra glæpa og vísbendingar um aukna starfsemi erlendra afbrotahópa hérlendis kalla á öflug viðbrögð í löggæslu.
Aðgerðir:
- Útgjöld ríkissjóðs til málefna hælisleitenda og flóttamanna verði hamin og skilvirkni í málsmeðferð aukin.
Útfærslur:
- Leggja skal áherslu á að Dublinar-samkomulagið verði virt og aðrar alþjóðlegar skuldbindingar sem Íslendingar eru aðilar að.
- Stórefla þarf því lögregluna í landinu og bregðast við bráðavanda með auknu fjármagni til að takast á við þessa ógn og vegna fjölmargra nýrra áskorana.
- Efla þarf landamæraeftirlit, meðal annars þarf að skýra ábyrgð þeirra sem flytja fólk til landsins.
- Nauðsynlegt er að taka Schengen-samkomulagið til endurskoðunar í ljósi breyttra aðstæðna og í ljósi reynslunnar.