Meðferðar- og fíknimál

  • Miðflokkurinn vill að viðeigandi forvarnir og meðferðarúrræði séu tiltæk á öllum stigum fyrir alla aldurshópa.
  • Miðflokkurinn leggur áherslu á að viðeigandi eftirmeðferð og meðferðarúrræði skuli einnig vera tiltæk.

Stefnumið:

Einstaklingum sem hljóta refsivistardóma vegna afbrota sem sannarlega eru neyslutengd skal bjóðast lokað meðferðarúrræði í stað refsivistar.

Aðgerðir:

  • Einstaklingur sem lokið hefur meðferð og er reiðubúinn til að hefja nýtt líf skal eiga rétt á stuðningi og eftirmeðferð.

Útfærslur:

  • Að sakavottorð verði hreinsuð af brotum sem tengjast neyslu.
  • Að opinberar sektir verði felldar niður skilorðsbundið.
  • Ráðgjöf og viðeigandi stuðning til allt að fimm ára að lokinni meðferð.