Byggðastefna – Ísland allt

  • Miðflokkurinn mun áfram fylgja fast eftir stefnunni sem fyrst var kynnt fyrir kosningar 2017 undir nafninu „Ísland allt“.
  • Miðflokkurinn leggur áherslu á heildstæða stefnu á öllum sviðum samfélagsins með það að markmiði að nýta kosti landsins alls og renna traustum stoðum undir byggðirnar hringinn í kringum landið. Þar skipta m.a. samgöngumálin gríðarlega miklu máli eins og vegir, brýr, jarðgöng, hafnir og flugvellir auk fjarskipta

Stefnumið:

Tímabært er að hverfa frá viðvarandi og árangurslítilli vörn í samgöngumálum og hefja sókn á því sviði og fjárfesta í öllum nauðsynlegum innviðum sem eru til þess fallnir að Ísland virki sem sterk heild í þágu samfélagsins alls.

Lausnir sem miða að því að jafna aðstöðumun fólks verða að vera í stöðugri endurskoðun, hvatar þurfa að vera jákvæðir og útfærslur þannig að lausnirnar séu aðgengilegar og einfaldar.

Aðgerðir:

  • Áfram skal standa vörð um Reykjavíkurflugvöll og þrýsta á nauðsynlegar úrbætur sem og aðra flugvelli landsins og tryggja greiðar flugsamgöngur landsmanna.
  • Flug verði skilgreint sem almenningssamgöngur.
  • Standa þarf vörð um skipulagsvald sveitarfélaga og landbúnaðarland. Varað er við þeirri þróun að landskipulag taki fram fyrir hendur sveitarfélaganna í skipulagsmálum.

Útfærslur:

  • Stórátak í uppbyggingu samgönguinnviða en betri vegir, öruggir flugvellir og öflugar hafnir eru forsenda þess að verðmætasköpun geti aukist.
  • Efla heilbrigðisþjónustu og sjúkrahús á landsbyggðinni.
  • Íslenska sé í forgrunni hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum og samfélagið taki saman höndum um eflingu íslensku meðal fólks í framlínustörfum.
  • Standa þarf vörð um tjáningarfrelsið sem er hornsteinn lýðræðisins.