Íþróttastefna

Miðflokkurinn vill að börnum og ungmennum sé gert kleift að stunda fjölbreyttar íþróttir og æskulýðsstarf óháð efnahag.

Miðflokkurinn leggur áherslu á að ríki og sveitarfélög styðji vel við skipulagða starfsemi íþróttahreyfingarinnar svo hún geti betur gegnt sínu mikilvæga samfélagslega hlutverki.

Miðflokkurinn styður samstarf ríkis við íþróttafélög vegna lýðheilsumarkmiða þjóðarinnar, s.s. með auknu framboði á fjölbreyttri hreyfingu fyrir alla aldurshópa. Flokkurinn leggur áherslu á að ferðasjóður íþróttahreyfingarinnar fái það fjármagn sem hann þarf til þess að standa undir hlutverki sínu.

Miðflokkurinn leggur áherslu á að ekki verði kvikað frá uppbyggingu Þjóðarhallar. Íþróttafélög fái endurgreiddan virðisaukaskatt af vinnu iðnaðarmanna við nýbyggingu, endurbyggingu og viðhald íþróttamannvirkja.