Umhverfis – og loftslagsmál
- Miðflokkurinn hafnar öllu ofstæki og hræðsluáróðri í tengslum við umræðu um loftslagsmál.
- Miðflokkurinn vill nálgast loftslagsmál eins og önnur, með skynsemina að vopni og leggja til lausnir sem stuðla að bættu umhverfi fólks og fyrirtækja án íþyngjandi gjalda.
- Miðflokkurinn leggur áherslu á hreint og heilbrigt umhverfi sem er forsenda fyrir matvælaframleiðslu í landinu.
- Miðflokkurinn leggur áherslu á umhverfisvæna orkunýtingu sorps
Stefnumið
Miðflokkurinn vill endurskoða aðild Íslands að samfloti með Evrópusambandinu í tengslum við loftslagsmarkmið.
Ljóst er að með vaxandi kröfum í umhverfismálum verða þjóðir heims hver fyrir sig að sjá um að eyða því sorpi sem til fellur með umhverfisvænum og hagkvæmum hætti.
Aðgerðir:
- Skoða þarf aðkomu Íslands að ETS-losunarkerfinu sem er landinu mótdrægt, enda ekki tekið tillit til stöðu landsins sem eyju sem er algjörlega háð flug- og skipaflutningum.
- Skoða þarf og bregðast við því hvernig núverandi fyrirkomulag bitnar á Íslandi þar sem vöruverð mun hækka og ferðakostnaður landsmanna sömuleiðis.
- Hreinsun og meðhöndlun úrgangs og skólps verði sett í forgang enda mikilvægt upp á stöðu Íslands sem matvælaframleiðsluland.
- Kanna þarf þegar í stað hagkvæmni og möguleika þess að reisa hátæknisorpbrennslustöð eða stöðvar sem meðhöndli það sorp sem nú fer til urðunar eða er flutt úr landi en slíkum brennslustöðvum fylgja fjölmargir kostir.
Útfærslur:
- Með því að brenna sorpi í hátæknibrennslustöðvum er sorpinu breytt í nýtanlega orku, raforku og hitaorku. Þá skila nýjustu hátæknisorpbrennslustöðvarnar tiltölulega lítilli loftmengun, langt innan þeirra marka sem leyfileg eru.
- Aðgerðin á að tryggja að minna land fari til spillis og grunnvatn mengist síður.