Atvinnu- og ferðaþjónustumál

Atvinnustefna

  • Miðflokkurinn leggur áherslu á mikilvægi fjölbreyttrar atvinnustarfsemi

Stefnumið:

Miðflokkurinn styður hvers konar framþróun og nýsköpun til að efla fjölbreytta atvinnustarfsemi og útflutning hátæknivara.

Aðgerðir:

  • Mikilvægt er að stjórnvöld sinni því hlutverki sínu að tryggja fyrirtækjum stöðugt og gott rekstrarumhverfi, þannig að verðmætasköpun í samfélaginu geti aukist jafnt og þétt.

Útfærslur:

  • Miðflokkurinn styður aukið framlag í Tækniþróunarsjóð.

Ferðaþjónusta

  • Miðflokkurinn leggur áherslu á að rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar þróist með farsælum hætti fyrir atvinnugreinina um leið og horft er til hagsmuna umhverfisins.
  • Miðflokkurinn leggur áherslu á aukna uppbyggingu innviða samhliða réttlátri gjaldtöku.

Stefnumið:

Leggja þarf áherslu á að alþjóðaflugvellir á landsbyggðinni séu í stöðu til að sinna þjónustu við alþjóðaflug um leið og þeir geta sinnt varaflugvallahlutverki sínu með tryggari hætti en nú er.

Aðgerðir:

  • Mikilvægt er að miða stuðningsaðgerðir að því að jafna dreifingu ferðamanna, sem ýtir undir jafnari nýtingu innviða landsins.