Menntamál

  • Miðflokkurinn leggur áherslu á að íslenska sé í forgrunni hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum og að samfélagið taki saman höndum um eflingu íslensku meðal fólks í framlínustörfum.
  • Standa þarf vörð um tjáningarfrelsið sem er hornsteinn lýðræðisins.

Aðgerðir:

  • Íslenskukennsla barna og unglinga verði efld.
  • Umfang RÚV á auglýsingamarkaði verði takmarkað.

Menntamál – skólarnir

  • Miðflokkurinn telur að tryggja þurfi að allir í skólakerfinu líti á skólastarf sem grundvöll gæðamenntunar fyrir alla nemendur.

Stefnumið:

Áhersla skal lögð á að nauðsynleg stoðþjónusta verði aðgengileg bæði kennurum, foreldrum og nemendum.  Styrkja þarf samvinnu milli allra skólastiga.

Aðgerðir:

  • Styrkja þarf stöðu allra einstaklinga í skólaumhverfinu, svo að sérstaða hvers og eins fái notið sín.
  • Sérstaklega þarf að horfa til stöðu drengja í skólakerfinu.

Útfærslur:

  • Stórefla ber verknám.
  • Skólum ber að tryggja öllum nemendum félagslegt, andlegt og líkamlegt öryggi á skólatíma.
  • Tryggja þarf öguð vinnubrögð í skólastarfi.