Samgöngumál – Sundabraut og Borgarlína
- Miðflokkurinn leggur áherslu á að öllum hindrunum fyrir lagningu Sundabrautar verði rutt úr vegi með það fyrir augum að umferð verði komin á nýja Sundabraut; frá Sæbraut og upp á Kjalarnes innan sex ára. Vilji er allt sem þarf.
- Miðflokkurinn hafnar alfarið hugmyndum um Borgarlínu eins og þær liggja fyrir.
Stefnumið:
Það er óumdeilt að Sundabraut verður mikil samgöngubót fyrir stóran hluta landsins. Hún léttir á umferð í gegnum Mosfellsbæ, styttir vegalengdir landsmanna inn í höfuðborgina, skapar gott byggingarland meðfram allri leiðinni, meðal annars mörg hundruð hektara í Geldinganesi og dregur úr umferð annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þá skiptir ekki síður máli að tryggja örugga flóttaleið frá höfuðborgarsvæðinu.
Miðflokkurinn leggur áherslu á að almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu verði bættar, en það verður að gerast með skynsamlegum hætti, bæði hvað varðar fjárhagslega þætti, sem og skipulagslega.
Ekki má þrengja að einkabílnum meira en orðið hefur.
Aðgerðir:
- Koma þarf Sundabrautinni á framkvæmdastig.
- Miðflokkurinn leggur áherslu á að horft sé heildstætt, með raunsæjum augum, á samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
- Leitast þarf við að nýta fjármuni með skynsamlegum hætti.
Útfærslur:
- Horfa verður til lausna sem bæta flæði umferðar, bæði með framkvæmdum á stofnbrautakerfinu og bættri ljósastýringu.
- Almenningssamgöngur þarf að bæta.
- Áfram verður að núverandi kerfi almenningssamgangna.
- Meðal annars þarf að skoða með hvaða hætti gjaldtöku verður best fyrir komið til að ýta undir notkun.