Sveitarstjórnarmál
Miðflokkurinn vill efla sveitarstjórnarstigið í samstarfi við sveitarstjórnarmenn. Landsþingið telur að verkefni sveitarfélaga verði að taka mið af getu þeirra til að sinna þeim verkefnum sem ríkisvaldið felur þeim.
Sameining sveitarfélaga á að eiga sér stað að frumkvæði og vilja íbúa. Miðflokkurinn leggst gegn því að ráðherra geti með valdboði sameinað sveitarfélög. Sveitarfélög sinna margvísri lögbundinni þjónustu sem kallar á flókinn rekstur, framkvæmdir og annan kostnað. Landsþingið vill að sveitarfélögum verði endurgreidd að fullu þau gjöld og skattar sem þeim er ætlað að greiða til ríkisins af mannvirkjum vegna lögbundinnar þjónustu. Endurskoðun skattkerfisins með það fyrir augum að einfalda það er nauðsynlegt og mun það ná fram heilbrigðara jafnvægi hvað útgjöld heimila, ríkis og sveitarfélaga varðar. M.a. þarf að skoða hvort réttlátt sé að sveitarfélög fái hluta af fjármagnstekjuskatti einstaklinga.
Endurskoða þarf fjölda fulltrúa í sveitarstjórnum.
Útvíkka þarf vaxtamörk sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og afnema neitunarvald einstakra sveitarfélaga.
Ráðstafa skal stórum hluta af hækkuðu veiðigjaldi til sveitarfélaga eða stofnanna í sveitarfélögum þar sem kvótinn er staðsettur.
Samgöngur í þéttbýli og sveitum eru lífæðar samfélaganna. Minnir þingið á stefnu flokksins um gerð Samgöngusáttmála fyrir hvern landshluta og hvetur flokksmenn til að berjast hart gegn sk. borgarlínu en tryggja öflugar almenningssamgöngur byggðar á skynsemi.
Landsþingið felur jafnframt stjórn Miðflokksins að útfæra ítarlegri stefnu um sveitarstjórnarmál fyrir kosningar í maí 2026.