Fjölmiðlar
Miðflokkurinn telur mikilvægt að tryggja sem best að óháðir íslenskir fjölmiðlar fái þrifist þannig að þeir geti stundað hlutlausa, uppbyggjandi og gagnrýna fjölmiðlun. Besta leiðin til þess er að rekstur fjölmiðla sé tryggður með því að jafna samkeppnisgrundvöll þeirra.
Miðflokkurinn telur mikilvægt að styrkja innlendan fjölmiðlamarkað með því að afnema virðisaukaskatt af starfsemi fjölmiðla.
Dregið verði úr starfsemi RÚV ohf. og það tekið af auglýsingamarkaði. Rás 1 verði rekin sem frétta, öryggis og menningarstöð og tryggt verði að útsendingar nái til landsins alls og landhelgi. Stöðin verði rekin fyrir fé frá Menningar og viðskiptaráðuneyti og á ábyrgð ráðherra.
Landsmenn geti valið hvernig þeir ráðstafi sk. útvarpsgjaldi, það renni ekki sjálfkrafa til Rúv ohf.
Stofnaður verði sérstakur samkeppnissjóður er hafi það hlutverk að fjármagna innlenda framleiðslu, fræðslu, menningar- og skemmtiefnis fyrir fjölmiðla (útvarp, sjónvarp og dagblöð) Sjóðurinn fái á ári að lágmarki sama fé og RÚV ohf. hafði til framleiðslu og/eða kaupa á innlendu dagskrárefni árið 2023 eða um 6 milljarðar.