Heilbrigðis- og velferðarmál

  • Miðflokkurinn leggur áherslu á að hagsmunum sjúklinga sé best borgið í blönduðu kerfi undir forsjá hins opinbera. Ekki skal breyta þeirri grundvallarstefnu.
  • Miðflokkurinn hafnar tvöföldu heilbrigðiskerfi.
  • Miðflokkurinn leggur sérstaka áherslu á að aldraðir og öryrkjar fái viðeigandi stuðning og þjónustu sem miðar að þörfum hvers og eins.

Stefnumið:

Miðflokkurinn vill setja málefni aldraðra og öryrkja í forgang.

Áhersla skal lögð á endurhæfingu hvers einstaklings sama hvar sem hann kýs að búa, á eigin heimili eða á dvalar- og öldrunarheimilum, forvarnir verði lykilatriði þegar tryggja á aðgengi að innihaldsríku lífi á efri árum.

Leggja skal áherslu á að fyrirbyggjandi aðgerðir og eftirlit verði stóraukið, meðal annars með skimun fyrir krabbameinum

Krabbameinsleit sem í boði er hérlendis á að samræmast bestu gagnreyndu læknisfræðiþekkingu.

Horft verði til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í innlendri lagaumgjörð.

Aðgerðir:

  • Leiðarljós breytinga verður að vera skilvirkni og öryggi þjónustunnar þar sem þessi mikilvæga heilbrigðisþjónusta krefst vandaðri undirbúnings og eftirfylgni í náinni samvinnu við alla þá sem eiga í hlut.
  • Eyða skal biðlistum.
  • Mikilvægt er að standa vörð um réttindi íbúa landsins til þess að sækja þá nauðsynlegu heilbrigðisþjónustu sem skimun fyrir krabbameinum er, í heimabyggð.
  • Ganga skal til samninga við sérfræðinga.
  • Taka þarf frá pláss í skipulagi þannig að ekki verði þrengt að framtíðar uppbyggingarmöguleikum framtíðarsjúkrahúss á höfuðborgarsvæðinu.
  • Hafist verði handa við undirbúning að framtíðaruppbyggingu sjúkrahúss á höfuðborgarsvæðinu.
  • Sjúkrahúsin á landsbyggðinni verði efld verulega með nútíma tækjabúnaði, læknum og hjúkrunarfólki ásamt því að standa vörð um aðgengi íbúa landsins að góðri heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.
  • Snúið verði við þeirri þróun að minnka styrk landsbyggðarsjúkrahúsa og þau verði aftur efld ásamt heilsugæslunni með nútíma tækjabúnaði og mönnun á sérhæfðari þjónustu.

Útfærslur:

  • Mikilvægt er að ganga sem fyrst frá sanngjörnum samningum við sérfræðinga utan sjúkrahúsa.
  • Staðið vörð um aðgengi allra íbúa landsins að góðri þjónustu í heimabyggð.
  • Nauðsynlegt er að hrinda í framkvæmd skimun fyrir krabbameinum í ristli, enda hefur þetta verkefni verið í undirbúningi í um 20 ár.
  • Tryggja þarf samfellda þjónustu í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameini og tryggja öryggi hennar og gæði.
  • Samningar Sjúkratrygginga Íslands við alla þá sem sinna sérfræðiþjónustu þarf því að tryggja, s.s. sérfræðilækna, talmeinafræðinga, sjúkraþjálfara og sálfræðinga.
  • Við framtíðaruppbyggingu sjúkrahúss verði horft til Keldnalandsins og Vífilsstaða.
  • Hækka þarf bótagreiðslur þeirra sem eru á endurhæfingar- eða örorkulífeyri.
  • Grunnbætur öryrkja verði hækkaðar og um leið settir inn hvatar svo fólk með skerta starfsgetu geti unnið án þess að bætur skerðist.
  • Tryggja þarf möguleika allra til þátttöku á vinnumarkaði í samræmi við getu.