Orkumál

  • Miðflokkurinn leggur áherslu á að rjúfa kyrrstöðu í orkuvinnslu og koma í veg fyrir yfirvofandi orkuskort.
  • Miðflokkurinn telur að breytingar þurfi að gera á regluverki orkuframleiðslu þannig að orkukostir sem hafa verið samþykktir í nýtingarflokki rammaáætlunar komist til framkvæmda.

Stefnumið:

Vinna þarf gegn yfirvofandi orkuskorti sem er heimatilbúið vandamál sem skrifast á andvaraleysi stjórnvalda gagnvart þeirri stöðu sem birtist okkur nú.

Evrópusambandið hefur þegar kynnt fjórða orkupakkann til leiks og sá fimmti er einnig á teikniborðinu. Verði þeir samþykktir er ekki aftur snúið og því mikilvægt að taka málið föstum tökum.

Aðgerðir:

  • Tryggja þarf með óyggjandi hætti að nýtingarréttur og umráðaréttur yfir orkuauðlindunum verði hjá þjóðinni til allrar framtíðar.
  • Um leið þarf að tryggja að þjóðin geti áfram átt Landsvirkjun sem og þannig nýtt arðinn af nýtingu auðlindanna til samfélagslegra verkefna og um leið haft ákvörðunarrétt um verðlagningu á raforku bæði til heimila og fyrirtækja.

Útfærslur:

  • Óska þarf endurskoðunar á þegar gerðum samningum sem tengjast orkustefnu Evrópusambandsins og tryggja að ekki verði gengið lengra á þeirri braut að afsala valdi til erlendra stofnana.
  • Óska þarf þegar í stað eftir endurskoðun á þegar gerðum samningum, þar með talið orkupakka þrjú.