Alþingiskosningar 2024
Kosningaáherslur
Húsnæðismál
Verjum íslensk heimili gegn óstjórn. Sköpum heilbrigðan húsnæðismarkað. Allir eiga að geta eignast húsnæði.
Við ætlum að endurreisa séreignarstefnuna á Íslandi. Við kynnum aðgerðaráætlun sem við köllum „íslenska drauminn“ – aðgerðir sem tryggja að allir hafi tækifæri til að eignast eigið húsnæði. Við uppfærum hlutdeildarlánafyrirkomulagið og innleiðum kynslóðabrú.
INNFLYTJENDAMÁL
Frá óreiðu til almannahags. Vöktum landið – verjum íslenska velferð!
Við ætlum að koma böndum á stjórnleysið sem ríkir á landamærunum og skrifa ný útlendingalög frá grunni. Það á enginn að koma til Íslands í leit að hæli. Við eigum að bjóða fólki í neyð til landsins og hjálpa því að aðlagast íslenskri menningu og samfélagi. Við eigum líka að hjálpa fólki í neyð á þeirra nærsvæðum. Þannig hjálpum við fleirum.
FJÁRMÁLAKERFIÐ
Stöndum vörð um þín verðmæti. Látum þig njóta eignar þinnar.
Miðflokkurinn vill afhenda almenningi í landinu, raunverulegum eigendum Íslandsbankanka, sinn hlut í bankanum beint. Þar með fengi hver íslenskur ríkisborgari eignarhlut sinn til ráðstöfunar. Aðgerðin stuðlar að virkari hlutabréfamarkaði og eykur möguleika fólks á að fjárfesta í verðmætasköpun.
RÍKISFJÁRMÁL
Stöðvum óráðsíu í ríkisrekstri. Það á ekki að bruðla með peningana þína.
Við ætlum að ná tökum á ríkisfjármálunum hratt og örugglega – við ætlum að spara og lækka skatta. Ýta undir einkaframtakið og verðmætasköpun í landinu og hætta kostnaðarsömum ríkisaðgerðum sem engu skila. Fjárlög ríkisins verða hallalaus í fyrstu atrennu sem mun leiða til hraðari lækkun vaxta og verðbólgu. Við höfum gert þetta allt áður – og ætlum að gera þetta aftur.
Samgöngumál
Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land. Inn með Sundabraut – burt með Borgarlínu.
Miðflokkurinn hafnar alfarið hugmyndum um Borgarlínu eins og þær liggja fyrir. Við ætlum að setja Sundabraut í algjöran forgang þannig að framkvæmdir geti hafist sem fyrst, enda arðbærasta samgönguframkvæmd á landinu. Staða þjóðvegakerfisins er orðin grafalvarleg vegna viðvarandi viðhaldsleysis. Við ætlum að bregðast við því og fara að framkvæma.
ORKUMÁL
Lifandi afl í þágu þjóðar. Nýtum, virðum og njótum.
Aðgengi að nægu rafmagni á hagstæðu verði er ein meginforsenda verðmætasköpunar á Íslandi. Það er kominn tími til að rjúfa kyrrstöðu síðustu ára í orkumálum. Við ætlum að setja sérlög um virkjanakosti í nýtingarflokki rammaáætlunar og ganga í verkin. Það er ekki eftir neinu að bíða.