Þjóðlegar skyldur og alþjóðlegar skuldbindingar

Þjóðleg­ar skyld­ur eiga að vega þyngra en alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar.

Viðkvæðið „við þurf­um að standa við alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar okk­ar“ hef­ur verið á hraðbergi stjórn­mála- og emb­ætt­is­manna mörg und­an­far­in ár. Fjöl­miðlum er það einnig tamt.

Það hef­ur til að mynda verið notað ótt og títt í mál­um á borð við Ices­a­ve-deil­una, lofts­lags- og orku­mál­um, nýt­ingu hvala­stofna og mál­efn­um hæl­is­leit­enda. Oft er þessu slengt fram nán­ast eins og þar með sé mál út­rætt og þarfn­ist alls ekki sjálf­stæðrar skoðunar rík­is­stjórn­ar og Alþing­is eða annarr­ar umræðu hér inn­an­lands. Í öllu falli þurfi Alþingi og rík­is­stjórn að drífa sig að hlýða fyr­ir­mæl­um frá ein­hverri skammstafaðri stofn­un að utan. Líkt og er­lend­ar stofn­an­ir, ráðstefn­ur og fund­ir séu bet­ur til þess fall­in en við sjálf að meta hvað er okk­ur fyr­ir bestu.

Und­an­tekn­ing­ar­lítið er kvæðið kyrjað til stuðnings ein­hvers kon­ar álög­um á lands­menn. Hvort sem er fleiri regl­um, nýj­um stofn­un­um, gjöld­um eða bein­um kostnaði sem á end­an­um kem­ur allt fram í hærri skött­um. „Ætlum við ekki að standa við alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar okk­ar“ er spurt með þjósti líkt og ís­lensk­ir hags­mun­ir séu vart til.

Að þessu sögðu er það auðvitað hluti af því að vera sjálf­stætt ríki að efna til sam­starfs við önn­ur ríki um sam­eig­in­leg hags­muna­mál. En jafn sjálfsagt er að gera sér grein fyr­ir að alþjóðastofn­an­ir utan um slíkt sam­starf eru ekki bara und­ir áhrif­um annarra ríkja held­ur öðlast fljótt sjálf­stæða hags­muni sem taka verður með í reikn­ing­inn þegar næstu hug­mynd þeirra um alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar ber að garði.

Það ætti með öðrum orðum að vera í fyr­ir­rúmi í hvert sinn sem alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar eru nefnd­ar að við velt­um því fyr­ir okk­ur hvort þær fari sam­an við þær þjóðlegu skyld­ur sem standa okk­ur næst. Þetta þurfa kjörn­ir full­trú­ar sér­stak­lega að hafa í huga.

Miðflokk­ur­inn hef­ur sýnt að hann stend­ur vakt­ina í þess­um efn­um og með góðum stuðningi kjós­enda mun hann gera það áfram.

Höf­und­ur skip­ar 1. sæti Miðflokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður.