Takk fyrir okkur – Áfram Ísland!

Margt áhuga­vert kom upp úr kjör­köss­un­um um helg­ina. Vinstrið kom held­ur kram­búl­erað út úr kosn­ing­un­um. Vinstri græn­ir og Pírat­ar fara í hvíld­ar­inn­lögn. Sósí­al­ist­arn­ir komust ekki inn, en munu að vísu njóta veru­legra tekna úr rík­is­sjóði næstu fjög­ur árin að óbreytt­um lög­um. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn missti 55% stuðnings­manna sinna á milli kosn­inga og obb­ann af for­ystu sinni fyr­ir borð.

Tap­ar­ar kosn­ing­anna eru vinstrið sem annaðhvort lenti utan þings, þeir hörðustu, eða úti í mýri eins og Fram­sókn eft­ir skarpa vinstri beygju.

Af ell­efu flokk­um sem buðu fram á landsvísu náðu fimm ekki manni inn á þing. Þá eru eft­ir sex.

Fyr­ir okk­ur í Miðflokkn­um var ánægju­legt að vera sá flokk­ur sem mest bætti við sig á milli kosn­inga, en hlut­falls­aukn­ing­in var 122%. Sam­fylk­ing­in var þar aðeins á eft­ir en hún bætti við sig 109% í at­kvæðahlut­falli á milli kosn­inga.

Eft­ir að hafa verið í tveggja manna þing­flokki í þrjú ár verð ég að viður­kenna að ég hlakka til að vera hluti af öfl­ug­um átta manna þing­flokki Miðflokks­ins á kjör­tíma­bil­inu sem nú er að hefjast. Þar fer fjöl­breytt­ur, reynslu­mik­ill hóp­ur sem mun láta að sér kveða, enda mun­ar um Miðflokk­inn þegar á reyn­ir.

Það verður áhuga­vert að sjá hvernig næstu dag­ar verða gagn­vart þreif­ing­um um stjórn­ar­mynd­un. Und­an­far­in miss­eri hef­ur verið vont fyr­ir heilsu stjórn­mála­afla að velja til vinstri þegar annað hef­ur staðið til boða. Þar má nefna Fram­sókn­ar­flokk­inn í Reykja­vík og Sjálf­stæðis­flokk­inn með VG í lands­mál­un­um.

Nú ríður á að forma rík­is­stjórn sem ein­hend­ir sér í þau verk sem mest brenna á; að ná tök­um á rík­is­fjár­mál­un­um, að fram­leiða hér meiri raf­orku, að ná tök­um á landa­mær­un­um, koma skikki á hús­næðismarkaðinn og lækka skatta.

Það verður ekki gert með því að forma hér stjórn sem á löng­um stund­um hef­ur það sem meg­in­mark­mið að skemma mál fyr­ir sam­starfsaðila sín­um í rík­is­stjórn, eins og við höf­um orðið vitni að árum sam­an. Það þarf stjórn sem geng­ur í verk­in og ger­ir það sem hún seg­ist ætla að gera.

Framtíðin er björt fyr­ir Miðflokk­inn. Þó að form­leg­heit­in séu ekki í for­grunni, þá var ánægju­legt að fá 25% stuðning í krakka-kosn­ing­um RÚV, mest­an stuðning allra flokka, þar sem 6.000 börn kusu, og 19% stuðning í at­kvæðagreiðslu á meðal 3.500 fram­halds­skóla­nema.

Ég vil þakka öll­um sem studdu Miðflokk­inn í kosn­ing­un­um og lofa því að þeir sem það gerðu verða stolt­ir af því þegar kem­ur að næstu kosn­ing­um til Alþing­is.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is