Strúturinn í Framsókn og loftmennið á Valhöll

Mánudagur, 4. nóvember 2024

Það geng­ur margt á í kosn­inga­bar­áttu á hverj­um tíma – flest af því mál­efna­legt, annað fyndið og skemmti­legt en svo fell­ur sumt í flokk tragíkó­mík­ur. Tvö ný­leg dæmi koma upp í hug­ann. Formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins birti langt mynd­band á dög­un­um …

Formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins birti langt mynd­band á dög­un­um þar sem hann sat í gróður­húsi í Garðabæ og skar út grasker. Ef menn héldu út til enda þá snéri hann grasker­inu við og þar stóð „Vinstri stjórn“ sem var að sögn for­manns­ins það hræðileg­asta sem gæti komið fyr­ir ís­lenska þjóð.

Því er ég sam­mála – en gall­inn er hins veg­ar sá að formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins bauð ís­lensku þjóðinni sjálf­ur upp á vinstri­stjórn síðastliðin sjö ár og tók svo við stjórn­artaum­un­um í þeirri sömu vinstri­stjórn und­ir lok­in. Afrakst­ur þess­ara sjö ára af vinstri­stjórn í boði Sjálf­stæðis­flokks­ins er auðvitað öll­um kunn­ur – orku­skort­ur, óstjórn í út­lend­inga­mál­um, útþanið rík­is­bákn og óráðsía í rík­is­fjár­mál­um sem skil­ar í dag háum vöxt­um og lang­vinnri verðbólgu.

En svo til að taka af all­an vafa um fót­festu­leysið skelltu þeir loft­menni á þak Val­hall­ar sem dans­ar um eins og lauf í vindi – svo­lítið eins og þing­flokk­ur­inn á köfl­um síðustu ár.

Svo var það formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem hef­ur setið í sömu vinstri­stjórn síðastliðin sjö ár. Hann ákvað á dög­un­um að gagn­rýna eigið ráðal­eysi við stjórn lands­ins hvað varðar aðlög­un þeirra sem hingað flytj­ast frá öðrum lönd­um. Hann var reynd­ar ekki bú­inn að læra nýju fras­ana frá aug­lýs­inga­stof­unni utan að og las þá því upp af snjallsím­an­um sín­um í beinni.

Formaður­inn sagði að ef út­lend­inga­vandi væri yfir höfuð til staðar, þá fæl­ist hann í því að okk­ur hefði meðal ann­ars ekki tek­ist að kenna þeim sem hingað koma ís­lensku. Þarna gleymdi hann, eða aug­lýs­inga­stof­an, ef­laust að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur haldið á mennta­mál­um í meg­in­at­riðum á líf­tíma vinstri­stjórn­ar­inn­ar síðustu sjö ár.

Þetta minnti mig á strút­inn, sem sting­ur höfðinu í sand­inn þegar vandi eða hætta steðjar að. Verra er ef strút­ur­inn reyn­ir að sann­færa fólk um að þetta sé samt allt að koma – þegar ekk­ert bend­ir til að svo sé und­ir hans stjórn.

En það er kom­inn tími til að leggja tragíkó­mík­inni, beita skyn­sem­inni og ná ár­angri fyr­ir Ísland. Miðflokk­ur­inn ger­ir það sem hann seg­ist ætla að gera og ár­ang­ur okk­ar fólks þegar tæki­færi gafst er öll­um ljós. Við sting­um ekki hausn­um í sand­inn held­ur horf­umst í augu við rót hvers vanda og ráðumst að hon­um með skyn­sem­ina að vopni. Virkj­um, byggj­um, stjórn­um landa­mær­un­um og lækk­um skatta. Þetta er ekki flókið, með Miðflokkn­um. Áfram Ísland.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is