Ögurstund í 1150 ára sögu þjóðar

Þegar þessi ör­litla þjóð öðlaðist full­veldi og gat tekið ákv­arðanir á eig­in for­send­um skilaði það meiri og hraðari fram­förum en aðrar þjóðir hafa upp­lifað.

Í dag fara fram kosn­ing­ar sem snú­ast ekki aðeins um hvert sam­fé­lagið skuli stefna held­ur hvort við séum reiðubú­in að gera það sem þarf til að vernda þetta sam­fé­lag til framtíðar.

Hér höf­um við búið í 1150 ár í fal­legu en harðbýlu landi. Um ald­ir háði þjóðin bar­áttu fyr­ir að lifa af og skila land­inu til næstu kyn­slóða í þeirri von að líf þeirra yrði betra. Sög­urn­ar minntu svo á að Íslend­ing­ar hefðu verið sjálf­stæð og merki­leg þjóð og því gæt­um við orðið það aft­ur.

Það tókst. Þegar þessi ör­litla þjóð með mikið sjálfs­traust öðlaðist full­veldi og gat tekið ákv­arðanir út frá sín­um aðstæðum og á eig­in for­send­um skilaði það meiri og hraðari fram­förum en aðrar þjóðir hafa upp­lifað.

Við þurf­um að vernda landa­mær­in sem af­marka full­veldið. Án þeirra vernd­um við ekki vel­ferðar­kerfið, án þeirra get­um við ekki aukið vel­meg­un allra sem mynda þá stóru fjöl­skyldu sem þjóðin er, allt frá yngstu meðlimun­um til þeirra elstu. Án stjórn­ar á landa­mær­un­um miss­um við þá sam­kennd sem ein­kennt hef­ur Ísland.

Höf­um við enn trú á full­veld­inu? Er sann­fær­ing okk­ar enn eins sterk og fá­tæk tugþúsunda þjóð hafði á tím­um þegar fá­ein stór­veldi stjórnuðu nán­ast öll­um heim­in­um?

Þessa sann­fær­ingu hef ég. Enda hef ég sjálf­ur upp­lifað hversu miklu máli það skipt­ir að geta beitt full­veld­is­rétt­in­um til að leysa stór mál í þágu þjóðar­inn­ar.

Þrátt fyr­ir að vera stolt­ur af ýms­um ár­angri í gegn­um tíðina hef ég ætíð talið stærsta áfang­ann þann að hafa slitið aðlög­un­ar­viðræðum fyrri rík­is­stjórn­ar við Evr­ópu­sam­bandið.

Nú bið ég um stuðning ykk­ar við að verja og efla sam­fé­lagið og vernda full­veldið og spyr: Hverj­um treystið þið best til að standa við fyr­ir­heit? Þeim sem lofa sömu hlut­un­um fyr­ir hverj­ar kosn­ing­ar en gera svo eitt­hvað allt annað, eða þeim sem hafa talað um það sem þeir hafa sann­fær­ingu fyr­ir, hvort sem það var vin­sælt eða erfitt þann dag­inn, og svo fram­kvæmt í sam­ræmi við fyr­ir­heit­in?

Í dag ræðst hvort við tek­ur rík­is­stjórn sem hef­ur trú á Íslandi, sjálf­stæði lands­ins og mik­il­vægi þess að vernda þessa þjóð fyr­ir kom­andi kyn­slóðir eða ný kerf­is­stjórn skatta­hækk­ana, póli­tísks „rétt­trúnaðar“ og aðlög­un­ar að Evr­ópu­sam­band­inu.

Stuðning­ur við Miðflokk­inn er leiðin til að tryggja fyrri kost­inn.

Áfram Ísland.

Höf­und­ur er formaður Miðflokks­ins.