Heiðarlegi kontóristinn

Þann 27. júní 2010 sátu þeir sam­an þrír á blaðamanna­fundi í Brus­sel, Össur Skarp­héðins­son, þá ut­an­rík­is­ráðherra Íslands, Steven Vanack­ere belg­ísk­ur stjórn­mála­maður og Stef­an Fule, þáver­andi stækk­un­ar­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins.

Til­efnið var aðlög­un­ar­viðræður Íslands við Evr­ópu­sam­bandið.

Um all­lang­an tíma hef ég ekki haft ástæðu til að rifja upp þenn­an blaðamanna­fund, en nú er kom­in til valda rík­is­stjórn sem sam­kvæmt stefnu­yf­ir­lýs­ingu sinni ætl­ar að halda þjóðar­at­kvæðagreiðslu um fram­hald viðræðna um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu í síðasta lagi árið 2027.

Enn hef­ur eng­inn stjórn­ar­liða út­skýrt hvað felst í því að halda áfram viðræðum sem hef­ur verið slitið. Auðvitað hefjast bara nýj­ar viðræður verði það niðurstaðan.

Í póli­tík­inni er ekki margt sem pirr­ar mig hvað rök­ræður um mál­efni varðar, gild­ir þá einu hversu ósam­mála ég er þeim sem ég ræði við, en það er þó eitt sem bráða-ærir mig. Það er furðunálg­un ESB-sinna þess efn­is að það sé nú allt í lagi að „kíkja í pakk­ann“. Kíkja í pakk­ann? Eins og ESB sé kon­fekt­kass­inn góði í For­est Gump-mynd­inni forðum.

Þess vegna rifjaði ég rétt í þessu upp blaðamanna­fund­inn frá 2010.

Þar sat Össur Skarp­héðins­son, í miklu stuði, fór með him­inskaut­um og tjáði sig um þau tæki­færi sem í aðild fæl­ust fyr­ir Ísland.

Þegar Össur hafði svarað blaðamanni á þeim nót­um að hann hefði fulla trú á að ESB kæmi fram með lausn­ir sem hentuðu öll­um samn­ingsaðilum varð stækk­un­ar­stjór­an­um nóg um og greip orðið, eins og til að tryggja að eng­inn mis­skiln­ing­ur gæti orðið, og sagði:

If I may, I am sure that we will find the necess­ary level of creati­vity wit­hin the framework of the ex­ist­ing acquis, and also, based on the gener­al principle, which I hope will be sustained throug­hout the discussi­on, that th­ere are no per­man­ent derogati­ons from the EU – acquis.

Semsagt: það eru eng­ar var­an­leg­ar und­anþágur frá reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins.

Get­um við ekki samið um að hætta þessu tali um að kíkja í pakk­ann? Að það eigi sér stað ein­hverj­ar könn­un­ar­viðræður? Viðræðurn­ar ganga út á hvernig ný aðild­arþjóð lag­ar sitt reglu­verk að gild­andi reglu­verki ESB. Um það eru kon­tóri­st­arn­ir í Brus­sel al­veg skýr­ir, hafi þeir þakk­ir fyr­ir það.

Spurn­ing­in sem reikna má með að verði á kjör­seðlin­um 2027 er: Viltu halda áfram viðræðum um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu? Sú spurn­ing er mark­leysa og í raun fals. Blekk­ing.

Þegar (og ef) til at­kvæðagreiðslunn­ar kem­ur, þá ætti spurn­ing­in að vera: Viltu ganga í Evr­ópu­sam­bandið? um það snýst málið.

Það væri hægt að orða spurn­ing­una enn skýr­ar og spyrja: Viltu ganga í Evr­ópu­sam­bandið, eins og það er? En það þætti þeim sem földu málið í aðdrag­anda kosn­inga ef­laust of langt gengið hvað skýr­leika varðar.

Höf­und­ur er þingmaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is

Höf­und­ur: Bergþór Ólason