Gjaldfrjálsar heilbrigðisskimanir

Una María Óskarsdóttir skrifar:

Frá ör­ófi alda hef­ur það verið ein grunn­for­senda betra lífs að búa við gott heil­brigði. Það vilja án efa all­ir búa við góða heilsu, en hvað er góð heilsa? Segja mætti að góð heilsa geti falið það í sér að hægt sé að horf­ast í augu við lík­am­leg­ar, and­leg­ar og fé­lags­leg­ar áskor­an­ir á já­kvæðan hátt þrátt fyr­ir sjúk­dóma eða haml­an­ir. Þetta þýðir að sá sem hald­inn er sjúk­dómi eða ör­orku þarf ekki endi­lega að búa við slæma heilsu, sé hann í góðri um­sjón heil­brigðis­starfs­fólks og njóti viðeig­andi meðferðar. Til þess að fólk geti búið við góða heilsu þarf að bjóða upp á góða heil­brigðisþjón­ustu fyr­ir alla um allt land og það er líka mik­il­vægt að til­einka sér já­kvætt viðhorf til heilsu sinn­ar.

Því miður hef­ur upp­bygg­ing innviða í heil­brigðisþjón­ustu ekki verið sem skyldi, ekki síst úti á landi, og hef­ur það bitnað á heil­brigðis­starfs­fólki og sjúk­ling­um. Úthlut­un fjár­magns þarf að end­ur­skipu­leggja og ráðstafa því með mark­viss­ari hætti en gert hef­ur verið. Sjúk­ling­um hef­ur oft­ar en ekki verið gert að fara um lang­an veg til Reykja­vík­ur til að sækja þá þjón­ustu sem þeir þurfa. Upp­bygg­ing vega hef­ur lengi verið í lamasessi og er bein­lín­is hættu­legt að fara þá suma, sér í lagi þar sem stór hluti þunga­flutn­inga fer fram á landi eft­ir að sjó­flutn­ing­ar lögðust að mestu af. Í höfuðborg­inni er svo þrengt að flug­vell­in­um að mik­il­væg­ar flug­braut­ir fyr­ir sjúkra­flug nýt­ast illa. Sam­göng­ur í Reykja­vík eru ekki til fyr­ir­mynd­ar og mik­il þrengsli eru við nýja þjóðar­sjúkra­húsið sem sett var niður í miðbæ Reykja­vík­ur, í stað þess að finna því stað í fal­legra og heil­brigðara um­hverfi þar sem vítt er til veggja og yrði þá frem­ur til hags­bóta fyr­ir starfs­menn og sjúk­linga.
Þetta er sú veg­ferð sem nú­ver­andi stjórn­völd hafa því miður verið á, en hvað er til ráða? Það þarf að snúa þess­ari þróun við, efla heil­brigðisþjón­ustu, líka úti á landi, bæta vega­kerfið, byggja brýr og göng og skapa lands­byggðarfólki viðeig­andi aðstöðu til að búa þar sem það kýs og fá þá þjón­ustu sem það á rétt á.
Við þurf­um stjórn­völd sem hafa raun­veru­leg­an áhuga á úr­bót­um svo að það flytji ekki all­ir á höfuðborg­ar­svæðið. Stjórn­völd sem finnst fólkið sem bygg­ir sveit­ir lands­ins, kaupstaði, bæi og þorp jafn mik­ils virði og fólkið í þétt­býl­inu fyr­ir sunn­an.
Og hvernig ger­um við þetta? Svarið er: Með því að skipta um stjórn­völd, núna!

  1. Það þarf að gera fólki auðveld­ara að sækja lækn­isþjón­ustu, efla sjúkra­hús­in sem fyr­ir eru, bæta sam­göng­ur og bæta einnig fjarþjón­ustu þar sem það á við. Efla upp­lýs­inga­streymi til fólks um hvert það get­ur leitað og hvernig þjón­ust­an virk­ar best, þannig að ár­ang­ur ná­ist til að bæta heilsu og líðan allra Íslend­inga.
  2. Setja upp kerfi þar sem aðstaða sér­fræðilækna og hjúkr­un­ar­fólks er bætt til að auka áhuga þeirra á starfi meðal ann­ars á lands­byggðinni, til dæm­is í ákveðinn tíma í senn. Skipu­lagið þarf að vera þannig að hvert hérað hafi á hverj­um tíma ákveðinn fjölda sér­fræðilækna og sér­hæfðs starfs­fólks svo að lands­byggðarfólk þurfi ekki stöðugt að ferðast alla leið til Reykja­vík­ur með ærn­um til­kostnaði.
  3. Fjölga þarf hjúkr­un­ar­heim­il­um sem eiga að vera heim­ili fólks, þar sem fólki á að líða vel og það á að fá heil­brigðisþjón­ustu við hæfi hvers og eins. Hjálpa á fólki að búa heima eins lengi og kost­ur er. Efla og styrkja þarf fag­mennt­un þess mik­il­væga starfs­fólks sem vinn­ur við hjúkr­un og umönn­un okk­ar allra besta fólks.
  4. Miðflokk­ur­inn hef­ur í þrígang lagt fram þings­álykt­un um heil­brigðis­skiman­ir og vill tryggja öll­um aðgengi að gjald­frjáls­um skimun­um þannig að fólk geti sjálft fylgst með eig­in heilsu­fari og þannig unnið gegn því að sjúk­dóm­ar nái sér á strik og leiði fólk til dauða.

Mark­miðið er að bæta líðan og lengja líf. Spara má mikla fjár­muni ef hægt er að koma í veg fyr­ir sjúk­dóma, van­líðan, at­vinnum­issi og allt sem því fylg­ir þegar fólk miss­ir heils­una. Með skimun­um, aðstoð og upp­lýs­ing­um til hvers og eins væri hægt að vinna bót á mein­um sem ann­ars gætu dregið fólk til dauða mun fyrr en ella.
Með heil­brigðis­skimun­um má ætla að ein­stak­ling­ar verði meðvitaðri um heilsu sína, upp­lýst­ari um ein­kenni sjúk­dóma og lík­legri til að leita fyrr til lækn­is þar sem sjúk­dóm­ar yrðu greind­ir á byrj­un­arstigi.
Miðflokk­ur­inn vill stuðla að bættri heilsu allr­ar þjóðar­inn­ar og jafn­framt hvetja fólk sjálft til þess að fylgj­ast með heilsu­fari sínu og bregðast við ef merki um heilsu­bresti koma fram. Kom­ist Miðflokk­ur­inn í þá stöðu mun hann inn­leiða gjald­frjáls­ar heil­brigðis­skiman­ir fyr­ir alla lands­menn.
Rík­is­valdið á að fjár­festa í for­vörn­um, þ.e. bættri heilsu og líðan fólks, og stuðla um leið að aukn­um jöfnuði meðal lands­manna og spara þjóðarbú­inu mikla fjár­muni.

Höf­und­ur er upp­eld­is-, mennt­un­ar- og lýðheilsu­fræðing­ur og aðstoðarmaður Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar.