Fyrsti fundur nýs þingflokks

Nýr þingflokkur Miðflokksins kom saman til síns fyrsta fundar, þriðjudaginn 3. desember.

Miðflokkurinn hlaut á laugardaginn bestu kosningu sína frá stofnun, bæði í atkvæðum talið og í fjölda þingmanna. Þingflokkurinn hefur fjórfaldast að stærð frá fyrra kjörtímabili og býr nú yfir enn fjölbreyttari reynslu en áður, bæði úr atvinnulífi og stjórnmálum.

Í fyrsta skipti er Miðflokkurinn með kjördæmakjörinn þingmann í öllum kjördæmum og eru þeir allir kjördæmakjörnir.

Þingflokkurinn þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóg í kosningabaráttunni og sérstaklega þeim sem studdu okkur til góðra verka með atkvæði sínu.

Það munar um Miðflokkinn, hér eftir sem hingað til.
Áfram Ísland!