Áfram Ísland

Nú er bara vika í kosn­ing­ar. Í því ljósi var held­ur kó­mískt að fletta í gegn­um heil­an bæk­ling Sjálf­stæðis­flokks­ins sem fylgdi með Morg­un­blaðinu í gær.

Hon­um var ætlað að kynna fólki hvað átti að gera öðru­vísi núna en síðustu sjö ár af vinstri­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks. Öðru­vísi en stjórn­laus út­lend­inga­mál og óvar­in landa­mæri. Öðru­vísi en full­kom­in óráðsía í rík­is­fjár­mál­um. Öðru­vísi en stækk­andi bákn, fleiri op­in­ber­ir starfs­menn, slig­andi byrðar á al­menna borg­ara, verk­stol í orku­mál­um, fros­inn hús­næðismarkaður og svo mætti lengi telja. En ókei, eitt­hvað öðru­vísi sem sagt.

Umbúðirn­ar voru þarna, dýr hönn­un og dýr bæk­ling­ur, en í efnis­tök­um var slegið nokkuð kunnu­legt stef – öll helstu áherslu­mál Miðflokks­ins voru mætt í bæk­ling­inn – lausn­ir á vanda­mál­um sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn skapaði síðustu sjö árin.

Við tök­um þessu auðvitað vel og fögn­um öll­um stuðnings­mönn­um okk­ar og þeirra mál­efna sem við setj­um á odd­inn.

En á end­an­um snýst þetta allt um trú­verðug­leika.

Það er bara einn stjórn­mála­flokk­ur sem ger­ir bara það sem hann seg­ist ætla að gera og læt­ur úr­töl­ur eins og vind um eyru þjóta. Það er bara einn flokk­ur sem læt­ur kné fylgja kviði – eins og þegar Sig­mund­ur Davíð réðst til at­lögu við kröfu­haf­ana eft­ir hrun og tryggði ís­lenskri þjóð gríðarlega bú­bót á erfiðum tím­um. Eða eins og þegar Sig­mund­ur Davíð skilaði halla­laus­um fjár­lög­um í fyrstu at­rennu og lækkaði skatta í sinni síðustu rík­is­stjórn. Eða eins og þegar þing­flokk­ur Miðflokks­ins stóð í veg­in­um fyr­ir inn­leiðing­um frá Evr­ópu­sam­band­inu sem sam­ræm­ast ekki hags­mun­um Íslands. Það er Miðflokk­ur­inn.

Við erum ekki í þessu af því að við þurf­um þægi­lega inni­vinnu. Við erum í þessu af því að við verðum að gera bet­ur fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag. Við lif­um í raun­heim­um og þekkj­um aðstæður vinn­andi fólks enda með breiðan hóp fram­bjóðenda af al­menn­um markaði – fólk sem þekk­ir það að borga laun um mánaðamót­in og að heilu fjöl­skyld­urn­ar stóli á það. Fólk sem brenn­ur af sann­fær­ingu og læt­ur því ekki rétt­trúnaðar­vind­inn velta sér um koll.

Kom­andi kosn­ing­ar snú­ast um það hvert Ísland skuli stefna til framtíðar. Við höf­um beðið of lengi og nú er kom­inn tími á aðgerðir sem virka. Ef við ráðum okk­ar mál­um sjálf eru eng­in tak­mörk fyr­ir því hvaða ár­angri við get­um náð. Til þess þarf að láta af umbúðamennsku og ein­blína á inni­haldið. Við náum niður verðbólgu og vöxt­um hratt, með því að spara. Á sama tíma lækk­um við skatta. Við end­ur­reis­um sér­eign­ar­stefn­una á Íslandi – ís­lenska draum­inn. Við efl­um at­vinnu­lífið og byggðir lands­ins. Við mun­um virkja og tryggja orku til upp­bygg­ing­ar. Við tök­um stjórn á landa­mær­un­um. Við stönd­um vörð um ís­lensku þjóðina og efl­um hana.

Framtíð Íslands ræðst 30. nóv­em­ber. Áfram Ísland.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is