
Sigmundur Davíð um bókun 35
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tók þátt í umræðum um frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35 á Alþingi, 11. febrúar.
„Nú þurfum við, frú forseti, að spyrna við fótum gagnvart þessari ásælni Evrópusambandsins. Við getum ekki sætt okkur við að það verði tekin ein sneið í viðbót af fullveldinu og bara beðið eftir því að sú næsta verði tekin og hlustað þá á sams konar ræður um að betra sé að styggja ekki fólk í Brussel,“ sagði Sigmundur Davíð.
Hann gagnrýndi einnig harðlega að þingmönnum væri meinað að kynna sér lykilgögn málsins, varnir Íslands, sem haldið var á lofti af nokkrum krafti af hálfu íslenskra stjórnvalda á sínum tíma. „Ég geri formlega athugasemd við það að þessi umræða fari fram án þess að þingmenn hafi aðgang að gögnum og ætlast til þess að hæstv. forseti hlutist til um það að við mætum ekki hér í 2. umræðu þessa máls án þess að þingmenn fái að vita almennilega um hvað það snýst.“
Hér má sjá ræðuna í heild: