44 snúnir dagar Viðreisnar – 1.391 eftir?

Fyrstu 44 dag­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafa í raun verið æv­in­týri lík­ast­ir. Þeir sem veðjuðu skyn­sam­lega í vinnustaðapott­in­um og settu rauðvíns­flösk­una á að sam­starfið liðaðist í sund­ur við aðra fjár­laga­gerðina, haustið 2026, hafa nú snar­lega þurft að hugsa sinn gang og út­færa varn­ir.

Ef fé­lag Ingu Sæ­land slepp­ur und­an end­ur­kröfu fjár­málaráðherra verður póli­tíska byrðin af því lausn­ar­gjaldi bor­in af Viðreisn. Fjár­málaráðherr­ann stend­ur frammi fyr­ir tveim­ur val­kost­um; end­urkrefja eins og gert er gagn­vart þeim sem fá of­greitt úr rík­is­sjóði hvort sem það eru aldraðir, ör­yrkj­ar eða aðrir. Nú eða finna leið til að sleppa því og sitja uppi með svartapét­ur út kjör­tíma­bilið.

Það hef­ur verið áhuga­vert að sjá hversu hratt og af mik­illi elju tals­menn Viðreisn­ar hafa komið Ingu Sæ­land og Flokki fólks­ins til varn­ar í þeirri ágjöf sem flokk­ur­inn og formaður­inn hafa fengið á sig. Minna hef­ur farið fyr­ir varn­ar­mönn­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Það bend­ir til að báðir sam­starfs­flokk­ar Flokks fólks­ins átti sig á hver sit­ur uppi með svartapét­ur í styrkja­mál­inu.

Á föstu­dag­inn síðasta brá svo við að skyndi­lega mætti Sig­ur­jón Þórðar­son þingmaður FF til leiks og tók sér varn­ar­stöðu með nýj­um at­vinnu­vegaráðherra, Hönnu Katrínu Friðriks­son, þetta þótti mér drengi­lega gert hjá verðandi for­manni at­vinnu­vega­nefnd­ar, þar til í ljós kom (þegar Spurs­mál fóru í loftið) að hann var ekki að verja ráðherr­ann held­ur sjálf­an sig.

Hann hafði þá gleymt að nefna við ráðherr­ann sína eig­in hags­muni varðandi strand­veiðar, sem er held­ur óheppi­legt þar sem ráðherr­ann sit­ur uppi með það verk­efni að út­færa lof­orð Flokks fólks­ins um veru­lega aukið um­fang strand­veiða, sem fjár­málaráðherra Viðreisn­ar hef­ur kallað sóun.

Ráðherr­ann svaraði af skyn­semi í setti Spurs­mála und­ir stjórn Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar en það er ekki víst að verðandi formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar hafi verið lukku­leg­ur með svör­in.

Til gam­ans má nefna að Stefán Ein­ar var út­nefnd­ur „Grimm­asti Íslend­ing­ur­inn“ í árs­upp­gjöri Sjón­varps­lausra fimmtu­daga og er hann vel að þeirri viður­kenn­ingu kom­inn.

En nú fer gamanið að byrja. Alþingi kem­ur sam­an á morg­un.

Stjórn­arsátt­mál­inn, eða stefnu­yf­ir­lýs­ing­in eins og þetta heit­ir hjá val­kyrj­un­um, var á end­an­um ótta­legt þunnildi. Nú bíða menn spennt­ir eft­ir þing­mála­skránni, enda hef­ur Inga Sæ­land lýst því sem þar er að vænta þannig að seðlabanka­menn og áhuga­fólk um lækk­un vaxta súpa hvelj­ur.

Fyrstu 44 dag­arn­ir hafa verið áhuga­verðir, en end­ist val­kyrj­un­um þrek til að þrauka út kjör­tíma­bilið, þá eru hvorki fleiri né færri en 1.391 dag­ur eft­ir til síðasta mögu­lega kjör­dags. Þetta verður eitt­hvað.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is