Að hrökkva af hjörunum

Í aðdrag­anda alþing­is­kosn­inga fá marg­ir tæki­færi til að hrökkva af hjör­un­um, óþarf­lega marg­ir gera það þegar á reyn­ir. Sum­ir vegna kosn­ingalof­orða annarra flokka en þeirra eig­in, aðrir vegna eig­in lof­orða og svo eru það öll auka­atriðin, sem litlu skipta í raun, sem verða að aðal­atriðum í búbblu hvers og eins.

Nú er tími jó­laund­ir­bún­ings og stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðna. Allt ætti að vera í lukk­unn­ar velst­andi, en nú bregður svo við að full­trú­ar og bak­land hinna ýmsu hópa gera ein­mitt þetta á loka­dög­um aðvent­unn­ar, hrökkva af hjör­un­um.

Fyr­ir­svars­menn leik­skóla­kenn­ara gera það vegna frétta af því að fyr­ir­tæki und­ir­búi nú að stofna leik­skóla til að bjarga for­eldr­um og þá sér­stak­lega starfs­mönn­um sín­um frá þeirri stöðu sem Reykja­vík­ur­borg hef­ur skapað í dag­vist­un­ar­mál­um. Af hverju þessi óskap­legu læti og andúð í garð lausna sem gætu mögu­lega leyst hluta þeirra vanda­mála sem við blasa í þess­um efn­um?

Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir, formaður Banda­lags há­skóla­manna, hrökk svo ræki­lega af hjör­un­um vegna út­tekt­ar Viðskiptaráðs á kjör­um op­in­berra starfs­manna, þar sem kjör á al­menna og op­in­bera markaðinum voru bor­in sam­an.

Niðurstaða Viðskiptaráðs varð sú að sérrétt­indi op­in­berra starfs­manna um­fram þá á al­menna markaðinum sam­svöruðu 19% kaup­hækk­un þeirra í op­in­bera geir­an­um. Mestu munaði þar um styttri vinnu­tíma, rík­ari veik­inda­rétt, aukið starfs­ör­yggi og lengra or­lof.

Ef­laust má tog­ast á um ein­hverj­ar for­send­ur út­tekt­ar sem þess­ar­ar, en að saka menn um hræsni og þrá­hyggju vegna þessa er ekki pass­andi í neinu sam­hengi.

Best væri að kalla eft­ir minna drama og meiri vilja til að greina það sem þarna ligg­ur und­ir. Í öllu falli er ekki ástæða til að hrökkva af op­in­beru hjör­un­um vegna þessa.

Svo er það „Græni vegg­ur­inn“, sem á að vera öll­um að kenna nema þeim sem samþykktu skipu­lagið og bygg­ing­ar­gerðina. Borg­ar­full­trúi kall­ar eig­in ákv­arðanir „fía­skó“ og seg­ir svo svarið vera meira og ít­ar­legra reglu­verk!? Sá hrökk sann­ar­lega af hjör­un­um.

Hluti bak­lands Viðreisn­ar, sá borg­ara­lega þenkj­andi, er við það að hrökkva af hjör­un­um eft­ir að þing­flokk­ur­inn tók ákvörðun um að fara lóðbeint til vinstri eft­ir góðar gæft­ir á miðum hægri og borg­ara­lega þenkj­andi at­kvæða. Kannski var það viðbúið, en það má hafa skiln­ing á að stuðnings­menn flokks­ins séu litl­ir í sér á meðan unnið er að stofn­un enn einn­ar vinstri stjórn­ar­inn­ar.

Svarið við öll­um þess­um uppá­kom­um er það sama í raun: Höld­um ró okk­ar og höld­um áfram.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is