Vilt þú bjóða þig fram fyrir Miðflokkinn til borgarstjórnar?

Miðflokksfélag Reykjavíkur hvetur þá sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í eitthvert af tíu efstu sætunum á lista Miðflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum 16. maí 2026 til að hafa samband. 

Vinsamlegast sendu tölvupóst á netfangið reykjavik@midflokkurinn.is fyrir hádegi föstudaginn 12. september. Fullum trúnaði er heitið.

Tilgreina skal nafn, kennitölu, símanúmer og lögheimili ásamt stuttri frásögn af þér.

Fram undan er val á tíu efstu frambjóðendunum en í sæti 11 til 46 verður valið eftir áramót.