
Snorri Másson í Kastljósi
Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, var til viðtals í Kastljósi mánudaginn 1. september og fjallaði þar um mikilvægi opinskárrar umræðu um kyn, stöðu hinsegin fólks og fleira.
Ég felst ekki á það að maður geti ekki rætt þessi mál sem fullt af fólki úti í samfélaginu bregst við og segir – ég er sammála þér, ég hef áhyggjur af þessari þróun að mörgu leyti, áhyggjur af skoðanakúgun í minu samfélagi og ég hef áhyggjur af því hvernig við höldum sem best á þessum málum án þess að vera sakaður um að hata annað fólk, eða vilja beita ofbeldi eða hvetja aðra til ofbeldis. Ég tala gegn ofbeldi. En ég er hins vegar að segja mínar skoðanir á hlutum.“


