Silfrið eða Bachelor?

Við þurf­um al­vöru­leiðtoga sem þora að taka erfiðar ákv­arðanir, jafn­vel þótt þær séu óvin­sæl­ar í fyrstu.

Sem eig­inmaður til 10 ára hef ég neyðst til að horfa á ým­iss kon­ar raun­veru­leika­sjón­varp. Flest­ir raun­veru­leikaþætt­ir eiga það sam­eig­in­legt að fólk virðist geta grátið og rif­ist yfir öllu. Flest­ar serí­ur enda með svo­kölluðum „tell all“-þætti, þar mæt­ast að leiks­lok­um all­ir þátt­tak­end­ur og fara yfir óupp­gerð at­vik, þar er sér­stak­lega grátið og rif­ist.

Síðastliðið mánu­dags­kvöld virt­ist RÚV gera sína til­raun að „tell all“-þætti þegar það bauð öll­um flokks­leiðtog­um í rík­is­stjórn­inni að hitt­ast í beinni út­send­ingu og gera upp stjórn­arslit­in, rúm­um 24 klukku­stund­um eft­ir að rík­is­stjórn­in sprakk. Orð fá því ekki lýst hversu súr stemn­ing­in var í sett­inu. Þetta var al­veg eins og í The Bachel­or þegar pip­ar­sveinn­inn þarf að svara fyr­ir ákv­arðanir sín­ar og svo er rif­ist. Í Silfr­inu var Bjarni Ben. pip­ar­sveinn­inn og hann hafði hvorki gefið Svandísi né Sig­urði Inga rós.

Þátt­ur­inn byrjaði á því að þau þrjú rif­ust yfir því hvað hefði raun­veru­lega gerst und­an­farna sól­ar­hringa og deildu um raun­veru­lega rót sam­bands­slit­anna, þetta þróaðist svo út í að Svandís Svavars­dótt­ir og Sig­urður Ingi lögðu til ein­hvers kon­ar blöndu af starfs­stjórn og minni­hluta­stjórn þar sem þau tvö gætu krýnt Sig­urð Inga for­sæt­is­ráðherra í sex vik­ur. Þarna var nýtt sam­band að mynd­ast í beinni og sagði Svandís að hún væri end­an­lega hætt með Bjarna; hún myndi aldrei sitja und­ir hans stjórn aft­ur.

Hafi fólk ekki séð þessa snilld þá hvet ég alla til þess að horfa á þenn­an þátt af Silfr­inu, þetta var sögu­leg­ur þátt­ur og gaf mikla inn­sýn í það af hverju það virðist allt vera á öðrum end­an­um á Íslandi.

Þetta „tell all“ hjá RÚV opnaði von­andi augu margra kjós­enda fyr­ir mik­il­vægi breyt­inga í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Við þurf­um al­vöru­leiðtoga sem þora að taka erfiðar ákv­arðanir, jafn­vel þótt þær séu óvin­sæl­ar í fyrstu. Við þurf­um leiðtoga sem standa á sín­um mál­um og gild­um, leiðtoga sem taka erfiðu sam­töl­in til að leysa vanda­mál frek­ar en að viðhalda lífi í ónýtu sam­bandi bara til að vera áfram við völd.

Miðflokk­ur­inn hef­ur staðið sína vakt í mörg ár í mála­flokk­um sem aðrir flokk­ar eru nú fyrst að taka upp þegar neyðin er orðin mik­il. Í mörg ár hef­ur flokk­ur­inn varað við al­var­leg­um af­leiðing­um óheftra út­gjalda rík­is­ins, óreiðu á landa­mær­un­um, stefnu­leysi í hús­næðismál­um og aðgerðal­eysi í orku­mál­um. Fyr­ir vikið hafa fjöl­miðlar og lykla­borðsridd­ar­ar út­hrópað flokk­inn. Í dag eru þetta þó orðin helstu mál­efni næstu kosn­inga. Fái Miðflokk­ur­inn umboð þjóðar­inn­ar til þess að end­ur­reisa þessa mála­flokka mun­um við ekki gefa hverj­um sem er rós bara til að fá völd. Við mun­um leyfa raun­veru­leikaþátt­um að sjá um dramað á meðan við leys­um raun­veru­leg vanda­mál til að byggja upp betra Ísland og þar mun­ar um Miðflokk­inn.

Höf­und­ur er vara­formaður Freyf­axa, ungliðahreyf­ing­ar Miðflokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi.