Opinn fundur í Grósku með oddvitum – Myndir
Sunnudaginn 24. nóvember hélt Miðflokkurinn opinn fund í Grósku þar sem fjöldi gesta mætti til að hlusta á ræður og taka þátt í líflegum umræðum um áherslur flokksins. Fundurinn var leiddur af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, oddvita Norðausturkjördæmis og formanni Miðflokksins. Með honum á fundinum voru Snorri Másson, oddviti í Reykjavík Suður, Bergþór Ólason, oddviti í Suðvesturkjördæmi, og Sigríður Á. Andersen, oddviti í Reykjavík Norður.