Líf og fjör á Kvennakvöldi Miðflokksins
Kvennakvöld Miðflokksins var haldið miðvikudaginn 20. nóvember í kosningamiðstöð flokksins að Ármúla 15. Kvöldið var glæsilegt í alla staði og mættu hátt í 100 konur og áttu skemmtilega kvöldstund saman. Þetta einstaka kvöld var sannkölluð hátíð fyrir Miðflokkskonur, þar sem 3 kynslóðir tóku þátt í skemmtilegri samveru sem snerist um styrk, samhug og góða skemmtun.
Kvöldið var fullt af lífi, tónlist og skemmtilegum uppákomum sem glöddu gesti. Elvis Presley eftirherma mætti á svæðið og vakti mikla lukku með frábærum töktum. Jakob Frímann tók einnig lagið og spilaði á hljómborð við mikinn fögnuð. Happdrættið skapaði skemmtilega spennu þar sem veglegir vinningar fóru í hendur heppinna kvenna. Andrúmsloftið var létt og glaðvært, og allir á staðnum skemmtu sér konunglega.
Á meðal gesta voru konur úr öllum áttum, bæði frambjóðendur Miðflokksins og nýjar stuðningskonur, ásamt þeim sem hafa fylgt flokknum frá upphafi. Kvöldið endurspeglaði fjölbreytileikann og samhuginn meðal Miðflokkskvenna. Þetta var einstakt tækifæri til að tengja saman konur frá mismunandi stéttum og stöðum, efla tengslin innan flokksins og fagna sameiginlegum markmiðum og gildum.