Landsþing Miðflokksins 11. – 12. október 2025

Landsþing Miðflokksins verður haldið dagana 11. – 12. október n.k. á Hilton Reykjavík Nordica. Undirbúningur er þegar í gangi og nánari upplýsingar koma fljótlega.

Landsþing hefur æðsta vald í málefnum Miðflokksins. Nánari upplýsingar um landsþingið má finna í lögum flokksins.

Möguleikar varðandi gistingu helgina 11.-12. október:

  1. HILTON REYKJAVIK NORDICA

Flokksmenn geta pantað gistingu á sérstökum verðum í gegnum meðfylgjandi hlekk til 15. ágúst nk. https://eventsathilton.com/show/67ddb91794d9b26b775df215

Verð á herbergjum er: 37.900 nóttin fyrir einn með morgunverði og 42.300 nóttin á mann fyrir tvo í herbergi, með morgunverði. (Við bætist gistináttaskattur, 800kr. Á herbergi pr. nótt.)

  1. GRAND HÓTEL

Grand Hótel er stutt frá Hilton þar sem þingið fer fram. Pantað er í síma  514-8000 og gefið upp að pöntunin sé vegna Miðflokksins.

Einstaklingsherbergi: 29.900 kr og tveggja manna herbergi: 33.800 kr (Verð með gistináttaskatti)

Verð er miðað við hverja nótt/herbergi og innifalið í verði er morgunverður og aðgangur að líkamsrækt.

  1. HÓTEL LOTUS

Hótel Lótus er stutt frá Hilton þar sem þingið fer fram. Í boði eru svítur á kr. 30.000, delux herbergi með svölum kr. 27.000, “twin”-herbergi kr. 27.000 og eins manns herbergi kr. 20.000. Verð eru fyrir eina nótt með sköttum og með morgunverði.

Bóka þarf fyrir 1. september í síma 517-5151