
Hagræðingartillögur og hvalveiðar
Sigríður Andersen og Snorri Másson, þingmenn Miðflokksins, tóku þátt í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag, þriðjudaginn 11. mars.
Á flótta undan eigin hagræðingartillögum?
Sigríður Andersen spurði Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra, út í hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar og harðan flótta annarra ráðherra ríkisstjórnarinnar undan tillögunum. Ekki var annað að merkja á svörum forsætisráðherra en að hún eignaði sér skilyrðislaust hagræðingatillögurnar.
Sjáðu orðaskiptin hér:
Afstaða utanríkisráðherra til hvalveiða
Þá spurði Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, út í afstöðu hennar til hvalveiða Íslendinga en helstu orsakir loðnubrests má meðal annars rekja til afráns hvala eins og hnúfubaks, sem er friðuð tegund. Snorri spurði einnig hvort að afsaða hennar til hvalveiða hefði eitthvað að gera með blátt bann Evrópusambandsins við hvalveiðum þar sem ráðherrann hefur þegar lýst því yfir að hún vilji troða Íslandi inn í Evrópusambandið, sem fyrst.
Sjáðu orðaskiptin hér: