
Fjölmenni á þorrablóti Miðflokksins
Glæsilegasta og fjölmennasta þorrablót Miðflokksins til þessa var haldið á Fjörukránni í Hafnarfirði, 15.febrúar.
Skemmst er frá því að segja að snemma varð uppselt á blótið, enda frábær dagskrá í boði og fyrirtaks matur.
Veislustjóri kvöldsins var Þorsteinn Sæmundsson sem jafnframt fór með gamanmál, aðalræðumaður kvöldsins var Bergþór Ólason sem fór á kostum.
Þá mæltu systkinin Nanna Margrét og Sigmundur Davíð Gunnlaugsbörn fyrir minni karla og kvenna af stakri prýði.
Jakob Frímann stýrði tónlist og fjöldasöng með góðri þátttöku gesta.
Ungliðar fjölmenntu á blótið sem og allir aðrir aldurshópar og var vægast sagt létt yfir mannskapnum.
Hér getur að líta nokkrar myndir frá þessum vel heppnaða viðburði Miðflokksins.










