Fjölmenni á opnum fundi á Akranesi á föstudaginn

Ingibjörg Davíðsdóttir, oddviti Norðvestur heldur tölu.

Föstudagskvöldið 22. nóvember hélt Miðflokkurinn opinn fund í Jónsbúð á Akranesi þar sem fjöldi gesta mætti til að hlusta á ræður og taka þátt í líflegum umræðum. Fundurinn var leiddur af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, oddvita Norðausturkjördæmis og formanni Miðflokksins, sem lagði áherslu á skýra framtíðarsýn flokksins og helstu áherslumál í komandi kosningum. Á meðal annarra þátttakenda voru Ingibjörg Davíðsdóttir, oddviti í Norðvesturkjördæmi, Gunnar Bragi Sveinsson 2. sæti og fleiri frambjóðendur Miðflokksins. Bergþór Ólason, oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi lét einnig sjá sig, enda fyrrum oddviti Norðvestur eins og allir vita.

Sigmundur Davíð í pontu fyrir fullum sal.

Kosningamiðstöð opnar á Akranesi í Breið

Á fundinum var einnig tilkynnt opnun kosningamiðstöðvar Miðflokksins á Akranesi í Breið á Bárugötu 8-10, sem opnaði formlega laugardaginn 23. nóvember. Kosningamiðstöðin verður opin alla daga fram að kosningum 30. nóvember. Allir eru velkomnir að kíkja við, fá sér kaffi, ræða málefni við frambjóðendur og sýna stuðning sinn við flokkinn. Fylgstu með Miðflokksfélagi Norðvesturkjördæmis á Facebook fyrir opnunartíma.

Fundurinn í Jónsbúð vakti mikla ánægju meðal gesta, og opnun kosningamiðstöðvarinnar á Akranesi er stórt skref í átt að árangursríkri kosningabaráttu Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viðburðurinn sýndi skýran samhug og metnað flokksins fyrir hagsmuni íbúa í kjördæminu.

Sigmundur Davíð kátur; Bergþór Óla alvarlegur.

Fleiri myndir