Eru það hafið, fjöllin og fólkið?

Ætla Íslend­ing­ar nú að kjósa yfir sig sama stjórn­ar­far á Alþingi og hef­ur ríkt í nán­ast gjaldþrota höfuðborg­inni? Er það virki­lega svo?

Hvað er það sem dreg­ur fólk til Íslands? Vel menntað fólk, sem hingað kem­ur oft langt að, vill verða hluti af ís­lensku sam­fé­lagi, sam­fé­lagi sem get­ur tekið við fólki og vill taka við fólki, fólki sem vill vel. Sjálf hef ég búið hér á landi í meira en 20 ár og hef­ur ís­lenskt sam­fé­lag tekið mikl­um breyt­ing­um.

Höfuðborg Íslend­inga, Reykja­vík, virðist því miður fara aft­ur. Borg­inni er illa stjórnað. Áralöng reynsla er af því að þeir flokk­ar, sem þar hafa haldið um stjórn­artaum­ana, hafa ekki skapað tæki­færi held­ur mun frem­ur valdið vanda. Ætla Íslend­ing­ar nú að kjósa yfir sig sama stjórn­ar­far á Alþingi og hef­ur ríkt í nán­ast gjaldþrota höfuðborg­inni? Er það virki­lega svo?

Lesskiln­ing­ur hef­ur versnað meira á Íslandi en ann­ars staðar á Norður­lönd­um. Hér er átt við m.a. niður­stöður PISA frá 2022 þar sem stærðfræðilæsi, lesskiln­ing­ur og læsi á nátt­úru­vís­indi hrapaði. Hlut­fall nem­enda sem bjuggu þá yfir af­burðahæfni í stærðfræðilæsi á Íslandi nam 5% en um 8% á Norður­lönd­un­um al­mennt og 9% á meðal OECD-ríkj­anna.

Grunn­skól­ar skila greini­lega ekki leng­ur af sér næg­um fjölda nem­enda með lág­marksþekk­ingu og getu til að tak­ast á við lífið, hvað þá fleir­um með yf­ir­burðaþekk­ingu. Skóli án aðgrein­ing­ar hef­ur orðið til þess að skól­ar eru meira eða minna e.k. sjúkra­stofn­an­ir. Sum­ir kunna að halda að skól­ar séu að verða frem­ur dag­pöss­un en skóli.

Skól­ar hafa víða enga burði til að tak­ast á við fjöl­breytt­an vanda barna. Börn verða þarna oft­ar en ekki und­ir. Snemm­tæk úrræði, ásamt til­svar­andi grein­ing­um þar sem biðlist­ar eru lang­ir, virðast ekki virka. Ef all­ir gætu bara munað eft­ir því sem var lofað fyr­ir síðustu kosn­ing­ar. Átti ekki að stytta biðlista? Biðraðir hafa ekki styst og krakk­ar eru enn að bíða eft­ir úrræðum. Er þetta þessi ár­ang­ur sem Fram­sókn lofaði kjós­end­um síðast?

Ár eft­ir ár hef ég heyrt lof­orð um lækk­un skatta og það sungu all­ir það lag fyr­ir síðustu kosn­ing­ar, lagið sem all­ir vildu heyra. En gleym­ir fólk því að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur nú setið í rík­is­stjórn í yfir 10 ár sam­fleytt eða frá tím­um Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur sem for­sæt­is­ráðherra í maí 2013. Þar áður hafði Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn setið í rík­is­stjórn frá 1991 til 2009 sem gera um 18 ár. Það sem er mest áber­andi nú við stjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins er að út­gjöld aukast og halli rík­is­sjóðs vex. Nú síðast með 59 millj­arða halla með nýju fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2025. Vilj­um við áfram­hald­andi halla­rekst­ur í sís­tækk­andi rík­is­kerfi?

Biðtími eft­ir sér­fræðing­um á heil­brigðis­sviði leng­ist, mik­il sóun er fólg­in í kerf­inu og má þar m.a. nefna til­vís­un­ar­kerfi frá heim­il­is­lækn­um til sér­fræðinga ásamt til­svar­andi biðtíma eft­ir þjón­ustu sér­fræðilækna. Biðin er allt að sex mánuðir ef ekki lengri þar til sér­fræðilækn­ir get­ur tekið við sjúk­lingi, þ.e. viðskipta­vini. Sjúk­dóms­ein­kenni hafa hugs­an­lega náð að taka stökk­breyt­ing­um á þess­um langa biðtíma. Við versn­um öll við þetta, verðum veik­ari og veik­ari. Kerfið er fár­sjúkt.

Stjórn­mála­menn víða eru alls ekki að standa sig. Öll þessi óreiða brýst út í eft­ir­lits­leysi, ár­ang­urs­leysi og gæðavanda ís­lenskra skóla og heil­brigðis­kerf­is. Kenn­ar­ar og heil­brigðistarfs­menn eru yf­ir­sett­ir. Stjórn­völd hafa ekki tekið á vand­an­um held­ur mun frek­ar skipað starfs­hópa á starfs­hópa ofan. Þeir hafa enga læknað hingað til eða út­skrifað úr skól­um.

Ísland get­ur orðið að landi tæki­fær­anna. Það er okk­ar að nýta tæki­fær­in standi þau til boða. Búa verður svo um að það sé hægt að nýta tæki­fær­in en ekki standa í veg­in­um fyr­ir fólki með of háum skött­um og álög­um á fyr­ir­tæki um­fram getu þeirra. Það á að stuðla að því að veita öðrum tæki­færi með minna flækj­u­stigi og lægri álög­um. Við get­um myndað fjölda hvata sem efla fólk og fyr­ir­tæki til að nýta tæki­fær­in sem við blasa. Þannig löðum við að vel menntað fólk sem vill vel, bæði Íslend­inga sem búa er­lend­is og aðra sem hingað vilja sækja. Við þurf­um aðra til að stjórna þessu landi.

Já, það eru hafið, fjöll­in og fólkið sem laða mig hér að. Áfram Ísland!

Höf­und­ur er lög­fræðing­ur LLM frá HÍ og MBA frá HR og skip­ar 5. sæti á lista Miðflokks­ins í Reykja­vík suður.