
Sveitarstjórnarmál í brennidepli – Ráðstefna Miðflokksins sunnudaginn 11. maí 2025
maí 11 @ 13:00 - 16:30
Sveitarstjórnarmál í brennidepli – Ráðstefna Miðflokksins
Sunnudagur 11. maí 2025 kl. 13:00. Húsnæði Miðflokksins Hamraborg 1, Kópavogi
Sveitarstjórnarkosningar fara fram í maí 2026. Nú er rétti tíminn til að hvetja til umræðu, virkja þátttakendur og auka meðvitund um hlutverk sveitarfélaga og þau tækifæri sem felast í öflugri nærstjórnsýslu.
Miðflokkurinn boðar til opinnar ráðstefnu þar sem sveitarstjórnarmál verða skoðuð frá ýmsum sjónarhornum, með áherslu á framtíðarsýn, ábyrgð, fjármál sveitarfélaga, samgöngumál og lýðræðislega þátttöku. Rætt verður um hvernig megi byggja traust, efla tengsl milli grasrótar og stefnumótunar og styrkja byggðir um land allt, undir merkjum Miðflokksins.
Ráðstefnan er opin öllum sem bera hag síns samfélags fyrir brjósti, hvort sem þeir eru á leið í framboð, íhuga virkari þátttöku í sveitarstjórnarmálum eða hafa áhuga á lýðræðisþróun og samfélagslegri uppbyggingu.
Skráning á midflokkurinn@midflokkurinn.is
Dagskrá
13:00 -13:20. Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, bæjarfulltrúi í Grindavík
Erindi: Sterk saman!: Að byggja upp öflugan framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar.
13:20 – 13:40. Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur og fyrrverandi varaborgarfulltrúi.
Erindi: Almenningssamgöngur í breiðum skilningi – Hvernig skipuleggjum við samgöngur til framtíðar?
Kaffihlé. Veitingar í boði Miðflokksins
13:55 – 14:40. Dr. Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri
Erindi: Byggðastefna eða borgarblæti? Mat á tillögu til þingsályktunar um íslenska borgarstefnu.
14:40 – 15:10. Ómar Már Jónsson, MBA, fyrrv. sveitarstjóri, og formaður innrastarfsnefndar Miðflokksins
Erindi: Raddir úr grasrót Miðflokksins – Áherslur flokksmanna fyrir sveitarstjórnarkosningar 2026. Kynning á niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar.
15:10 – 15:40. Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri og fyrrverandi hagfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Erindi: Hvað er helst að varast í rekstri sveitarfélaga?
Að loknum erindum verður opið fyrir fyrirspurnir úr sal.
Ráðstefnan er opin öllum sem hafa áhuga á sveitarstjórnarmálum, þátttöku í samfélagslegri uppbyggingu og lýðræðislegri þróun um land allt.
Skráning á midflokkurinn@midflokkurinn.is
Skipuleggjandi: Innrastarfsnefnd Miðflokksins.