
Sumargrill Miðflokksins á Grenivík!

Sumargrill Miðflokksins á Grenivík verður haldið laugardaginn 16. ágúst 2025 kl 18:00 í samkomuhúsinu á Grenivík.
Glens og gaman eins og okkur Miðflokksfólki er einum lagið!
Þeir allra hörðustu mæta á svæðið með útilegugræjur því tjaldstæðið á Grenivík er hið allra besta og fallegt þar um að litast, fínt þjónustuhús og sturtur. En sundlaugin er einnig alveg við tjaldstæðið með geggjuðu útsýni út fjörðinn.
Á Föstudeginum verður happy hour á Kontornum frá 16:00-18:00 og tilvalið að fjölmenna þar líka, Kontorinn Restaurant – Bar &Grill þar er líka hægt að fá sér að borða. Verslunin Jónsabúð er einnig á svæðinu.
Einhver dagskrá verður á laugardeginum sem skýrist þegar nær dregur, Armbeygjukeppnin milli Sigmundar og Bergþórs verður svo sannarlega núna þar sem þeir hafa haft nógan tíma til að undirbúa sig og svo er spurning um að taka útikraftlyftingarmót undir stjórn Sigríðar Andersen 🙂
Leikir og fjör er tilvalið á tjaldstæðinu áður en grillveislan hefst.
Grenivík er í Grýtubakkahreppi sem hefur alltaf verið lofaður fyrir fallegt og snyrtilegt umhverfi, fallegt bæjarstæði Grenivíkur með kvöldsólina í norðurhafið.
Nú er bara að skella norður í sumarfríið og fjölmenna á Grenivík. Vinsamlegast skráið ykkur á facebook viðburðinn.