Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Landsþing Miðflokksins

október 11 - október 12

Kæru félagar.

Nú styttist i Landsþingið sem fer fram 11. – 12. Október á Hótel Hilton Reykjavik Nordica í Reykjavík.

Landsþingið er opið öllum flokksmönnum en fulltrúar tilnefndir af kjördæmafélögunum og þeir sem eru sjálfkjörnir skv. lögum flokksins hafa atkvæðisrétt. Þeir flokksmenn sem óska þess að vera tilnefndir snúi sér til síns kjördæmafélags.

Á heimasíðu flokksins má finna upplýsingar um kjördæmafélögin https://midflokkurinn.is/folkid?g=kjordaemafelog og lög flokksins https://midflokkurinn.is/log-midflokksins.  

Meðfylgjandi eru drög að dagskrá þingsins.

  1. landsþing Miðflokksins

HÓTEL HILTON REYKJAVIK NORDICA 11. – 12. október 2025

DAGSKRÁ

FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER

15.00-17.00 Afhending Landsþingsgagna í Hamraborg 1, Kópavogi, boðið upp á veitingar.

20.00-22.00 Kvöldskemmtun í umsjón ungra Miðflokksmanna

LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER

9.30 Afhending Landsþingsgagna

10.10  Þingsetning og ávarp formanns

Tilnefning og kosning þriggja þingforseta, þingritara og 3ja manna í kjörstjórn þingsins. Þingforsetar taka til starfa og lýsa dagskrá þingsins

10.20 Lög flokksins – tillögur um breytingar

10.40  Kynning á ályktunum frá málefnanefnd og skipulag málefnastarfs

11.15 Málefnastarf hefst

12.00 Hádegishlé

13.00 Ræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins

Afhending Velferðar- og menntaviðurkenningar til minningar um Önnu Kolbrúnu Árnadóttur Alþingismann Miðflokksins

14.30  Málefnastarf heldur áfram

15.30  Kaffihlé

16.00  Almennar umræður

17:15  Þinghlé

19.30  Fordrykkur í boði Miðflokksins

20:00  Kvöldverðarhóf

SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER

9.00    Húsið opnar

9.30    Afgreiðsla málefnaályktana og lagabreytinga

11.00 Kynning frambjóðenda

11.15. Kosningar

  1. a) Kosning formanns
  2. b) Kosning varaformanns
  1. c) Kosning tveggja stjórnarmanna, formanns málefnanefndar og formanns

upplýsinganefndar.

  1. d) Kosning formanns og fjögurra fulltrúa í laganefnd
  2. e) Kosning formanns málefnanefndar
  3. f) Kynning á skipun 6 aðalmanna og 6 varamanna í málefnanefnd
  4. g) Kynning á skipun 6 aðalmanna og 6 varamanna í nefnd um innra starf flokksins
  5. h) Kynning tveggja fulltrúa í upplýsinganefnd

11.45   Hádegisverðarhlé

12.45   Sveitarstjórnarmál

13.30. Almennar umræður, önnur mál

14:30   Þingslit

Þinggjaldið er kr. 8900.- og þriggja rétta hátíðarkvöldverður er á 13.900.-

ATH. Upplýsingar um greiðslur, skráningu á þingið og í hátíðarkvöldverð ásamt leiðbeiningum um skráningu koma síðar í sérstökum tölvupósti.

Vakin er athygli á því að að á landsþingi er kosið í nokkur embætti skv. lögum flokksins. Í dagskrá Landsþings kemur m.a. fram í 5. Grein í hvaða embætti skal kjósa.

„5. Kosningar:

Kosning formanns sbr. gr. 3.1.1.

  1. b) kosning varaformanns sbr. gr. 3.1.1
  2. c) Kosning tveggja stjórnarmanna sbr.gr.3.1.1.
  3. d) Kosning formanns og fjögurra  fulltrúa í laganefnd sbr .gr 3.10.

Jafnframt er skipað í málefnanefnd og nefnd um innra starf skv. tillögum kjördæmafélaganna.

Um framboð segir í grein 4.9.

„  Framboð til embætta formanns, varaformanns og tveggja stjórnarmanna skulu send skriflega eða rafrænt til skrifstofu Miðflokksins [midflokkurinn@midflokkurinn.is] undirrituð með nafni, kennitölu og lögheimili. Framboðsfrestur til þessara embætta skal vera til kl. 12.00 árdegis sjö dögum fyrir upphaf landsþings. Landsþingsfulltrúar kjósa milli þeirra framboða. Stjórn Miðflokksins er heimilt við sérstakar aðstæður að stytta framboðsfrest niður í fimm daga.“

Framboðsfrestur er því til kl. 12.00, 4. Október nk.

Um lagabreytingar segir m.a.: “ Gr. 4.12 .  Tillögur frá flokksmönnum til breytinga á lögum Miðflokksins skulu hafa borist laganefnd [laganefnd@midflokkurinn.is] eigi síðar en 14 dögum fyrir landsþing og skal flutningsmanna getið.”

Frestur til þessa skila inn tillögum að lagabreytingum er því til 27. september nk.

Nánari upplýsingar um lög flokksins má finna hér: https://midflokkurinn.is/log-midflokksins

Miðflokkurinn.

Details

  • Start: október 11
  • End: október 12

Venue

  • Hilton Reykjavík Nordica