Það fellur hratt á silfrið

Ég vil byrja á því að óska nýrri rík­is­stjórn velfarnaðar í sín­um störf­um fyr­ir land og þjóð. Fyr­ir­séð er að skatt­greiðend­ur þessa lands fái að svitna næstu árin til að standa und­ir óút­færðum út­gjalda­frek­um lof­orðum og mark­miðum sem sjá mátti í knöpp­um stjórn­arsátt­mála Val­kyrj­anna.

Grunn­atvinnu­veg­ir þjóðar­inn­ar mega sín svo lít­ils þegar kem­ur að því að halda friðinn og fram und­an er bar­átta fyr­ir full­veldi ís­lensku þjóðar­inn­ar en Val­kyrj­urn­ar vilja nú skyndi­lega Evr­ópu­sam­bandið sem þær vildu ým­ist alls ekki, síður eða drápu mál­inu á dreif í kosn­inga­bar­átt­unni.

En það mun­ar um Miðflokk­inn nú sem fyrr – og sterk­ur átta manna þing­flokk­ur mun beita skyn­sem­inni og taka slag­inn fyr­ir ís­lensku þjóðina.

En strax á þess­um fyrstu ör­fáu dög­um eru nokk­ur mál sem blasa við að verða nýrri rík­is­stjórn erfið og kalla á nán­ari spurn­ing­ar og eft­ir­fylgni.

Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins og ein Val­kyrj­anna, var ekki lengi að kasta ófrá­víkj­an­legri kröfu sinni fyr­ir róða þegar hillti und­ir rík­is­stjórn­ar­mynd­un – máttu sín þá lít­ils þeir sem biðu eft­ir efnd­um á lof­orðinu um 450.000 krón­ur skatta- og skerðinga­laust í vas­ann.

Skýr­ing for­manns­ins þess efn­is að flokk­ur henn­ar hefði því miður ekki náð 51% fylgi og því hefði farið sem fór um lof­orðið, sem greini­lega var aldrei ætl­un­in að standa við, eld­ist ekki vel. Sagði Flokk­ur fólks­ins og formaður­inn bara eitt­hvað í aðdrag­anda kosn­inga í þeirri von að eng­inn kallaði blöffið?

Í viðtali eft­ir fyrsta rík­is­stjórn­ar­fund­inn á dög­un­um lýsti formaður Ork­unn­ar okk­ar, nú­ver­andi sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra Eyj­ólf­ur Ármanns­son, því yfir að hann myndi al­deil­is greiða at­kvæði með vænt­an­legu frum­varpi ut­an­rík­is­ráðherra þess efn­is að inn­leiða bók­un 35 með hætti sem sam­gönguráðherr­ann hafði áður sjálf­ur sagt ganga gegn stjórn­ar­skrá Íslands. Ætli hann muni líka styðja inn­leiðingu fjórða orkupakka ESB sem er vænt­an­leg­ur á líf­tíma rík­is­stjórn­ar­inn­ar? Allt falt fyr­ir hlýtt sæti við rík­is­stjórn­ar­borðið?

Nýr at­vinnu­vegaráðherra, Hanna Katrín Friðriks­son, sagði svo strand­veiðar vera í al­ger­um for­gangi hjá sér á sama tíma og nýr fjár­málaráðherra sömu rík­is­stjórn­ar, Daði Már Kristó­fers­son, hafði ný­lega kveðið upp úr um að strand­veiðar væru „efna­hags­leg sóun“.

Nýr heil­brigðisráðherra, Alma Möller, virðist fá það verk­efni fyrst í fangið að tukta til Ölmu Möller fyrr­ver­andi land­lækni vegna trakt­er­inga embætt­is­ins í garð fyr­ir­tæk­is á heil­brigðis­sviði. Það verður áhuga­vert.

Nýr dóms­málaráðherra, Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, fær svo að greiða úr máli sem snýr að ger­ræði fyrr­ver­andi yf­ir­manns henn­ar, rík­is­sak­sókn­ara, í garð vara­rík­is­sak­sókn­ara.

Þing­flokk­ur Miðflokks­ins er til­bú­inn við rásmarkið þegar þing verður kallað sam­an á ný – áfram Ísland!

Höf­und­ur er þingmaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is