Eignarhald á lönd og bújarðir

  • Miðflokkurinn telur nauðsynlegt að koma þegar í stað í veg fyrir stórtæk uppkaup auðmanna, innlendra sem erlendra, á jörðum í landinu.

Stefnumið:

Veruleg bót var gerð með lögum sem sett voru á Alþingi á síðasta ári, en það dugar þó ekki til að taka á vandanum sem þegar er verulegur og getur haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir búsetu á ákveðnum svæðum.

Aðgerðir:

  • Til greina kemur að setja skilyrði um búsetu og fjölda jarða/lögbýla í eigu sama eða tengdra aðila.

Útfærslur:

  • Þannig þarf að skoða betur þau stærðarmörk sem eru í núverandi lögum, en samkvæmt þeim er einstaklingi heimilt að eiga allt að 10.000 hektara lands, sem getur samsvarað um 50 góðum bújörðum miðað við meðalstærð bújarða á góðum landbúnaðarsvæðum.