Nefndir og ráð Miðflokksins
Málefnanefnd
Málefnanefnd Miðflokksins ber ábyrgð á að móta stefnu og málefnaályktanir í nánu samráði við þingflokk og stjórn. Nefndin undirbýr málefnaályktanir fyrir landsþing, stofnar sérhæfða málefnahópa og getur lagt fram tillögur á flokksráðsfundum ef meirihluti telur það nauðsynlegt, sem styrkir lýðræðislega stefnumótun flokksins. Núverandi nefnd var skipuð á 5. Landsþingi Miðflokksins 11.–12. október 2025 á Hilton hóteli í Reykjavík, þar sem um 200 fulltrúar tóku þátt.
Aðalmenn
- Þorgrímur Sigmundsson, formaður málefnanefndar
- Jódís Helga Káradóttir
- Ingibjörg Hanna
- G. Svana Sigurjónsdóttir
- Lárus Guðmundsson
- Erna Valsdóttir
- Gunnlaugur A. Júlíusson
- Kjartan Magnússon
Varamenn
- Jóhannes Björn Þorleifsson
- Benedikt V. Warén
- Kristófer Máni Sigursveinsson
- Lóa Jóhannsdóttir
- Ómar Karlsson
- Inga Guðrún Halldórsdóttir
- Helena Ólöf Snorradóttir
Innrastarfsnefnd
Innrastarfsnefnd Miðflokksins ber ábyrgð á að stjórna og efla innra starfi flokksins um land allt í nánu samstarfi við stjórn og kjördæmafélög. Nefndin veitir ráðgjöf um skipulag og starfshætti flokksins, fylgist með starfsemi deilda og kjördæmafélaga og leggur til aðgerðir til að auka virkni grasrótarinnar. Núverandi nefnd var skipuð á 5. Landsþingi Miðflokksins 11.–12. október 2025 á Hilton hóteli í Reykjavík, þar sem um 200 fulltrúar tóku þátt í atkvæðagreiðslu.
Aðalmenn
- Snorri Másson, formaður innrastarfsnefndar
- Hrafn Ágúst Björnsson
- Bjarney Guðbjörnsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Einar Jóhannes Guðnason
- Anna Margrét Grétarsdóttir
- Ólafur Kr. Guðmundsson
- Breki Atlason
Varamenn
- Hólmsteinn Orri Þorleifsson
- Rúnar Már Gunnarsson
- Guðrún Kr. Jóhannsdóttir
- Snorri Marteinsson
- Jón A. Jónsson
- Elínbjörg Ingólfsdóttir
- Jódís Káradóttir
Laganefnd
Laganefnd Miðflokksins, skipuð á landsþingi flokksins, ber ábyrgð á að yfirfara, viðhalda og þróa lög og reglur flokksins til að tryggja gagnsæja og lýðræðislega starfsemi. Nefndin samanstendur af formanni og fjórum nefndarmönnum, sem allir eru kosnir með beinu kjöri á landsþingi. Nefndin veitir ráðgjöf um lagabreytingar, túlkar reglur flokksins, og sér til þess að starfsemi hans samræmist settum lögum, auk þess að undirbúa tillögur að lagabreytingum fyrir landsþing. Núverandi nefnd var skipuð á 5. Landsþingi Miðflokksins 11.–12. október 2025 á Hilton hóteli í Reykjavík
Aðalmenn
- Einar Birgir Kristjánsson, formaður Laganefndar
- Hilmar Garðars Þorsteinsson
- Einar Geir Þorsteinsson
- Arnhildur Ásdís Kolbeins
- Ragnar Rögnvaldsson
Upplýsinga- og fræðslunefnd
Upplýsinganefnd sinnir fræðslu og sér um kynningarmál flokksins. Nefndin skal skipuleggja viðburði og önnur verkefni til þess fallin að efla og fræða flokksfélaga, ásamt því að miðla upplýsingum frá flokknum Upplýsinganefnd sér um kynningarmál flokksins, bæði inn á við og út á við. Nefndin skal vinna áætlanir og skipuleggja miðlun upplýsinga innan flokksins og frá flokknum.
Aðalmenn
- Heiðbrá Ólafsdóttir, formaður upplýsinga- og fræðslunefndar
Trúnaðarráð
Trúnaðarráð tekur við ábendingum frá félagsmönnum vegna samskiptavanda innan Miðflokksins, svo sem einelti, áreitni, ofbeldi eða mismunun. Trúnaðarráði er ætlað að koma slíkum málum í réttan farveg og hafa forgöngu um að leitað sé til fagaðila við úrlausn málanna. Trúnaðarráð skal gæta fyllsta trúnaðar og manngæsku við störf sín.
- Elínbjörg Ingólfsdóttir
- Guðmundur Þorgrímsson