Loading Events

« All Events

Þorrablót Miðflokksins

febrúar 15 @ 19:00 - 23:00

6900kr.

Þorrablót Miðflokksins verður haldið laugardaginn 15. febrúar á Fjörukránni í Hafnarfirði. Blótið hefst kl. 19:00 og má gera ráð fyrir rammíslenskri og ljúffengri matarveislu í bland við þjóðlega lifandi íslenska tónlist og fjölbreytt skemmtiatriði.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flytur minni kvenna og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir flytur minni karla. Þorsteinn Sæmundsson stýrir veislunni og Bergþór Ólason verður ræðumaður kvöldsins. MC Óðinn Þór flytur RófustöppuRapp.

Þá munu ármenn Miðflokksins kasta fram gallsúrum kviðlingum og efnt verður til fjöldasöngs að forníslenskum sið.

  • Aðal matseðill: (kr. 6.900):
    Villisveppasúpa, hangikjöt, saltkjöt, grænar baunir, rófur, uppstúfur, salat og rúgbrauð.
  • Stærri matseðill (kr. 11.800):
    Allt ofangreint + aukadiskur með sviðasultu, súrmat og hákarli.

Miðasala hefst á midix.is laugardaginn 25.janúar kl. 12:00.

ATH: Aðeins takmarkaður fjöldi miða er í boði og verður reglan fyrstur kemur, fyrstur fær í hávegum höfð

Hlökkum til að sjá ykkur!

Miðflokksfélögin í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi

Details

Date:
febrúar 15
Time:
19:00 - 23:00
Cost:
6900kr.
Website:
midix.is