Orkumál

Lifandi afl í þágu þjóðar. Nýtum, virðum og njótum.

Aðgengi að nægu rafmagni á hagstæðu verði er ein meginforsenda verðmætasköpunar á Íslandi. Það er kominn tími til að rjúfa kyrrstöðu síðustu ára í orkumálum. Við ætlum að setja sérlög um virkjanakosti í nýtingarflokki rammaáætlunar og ganga í verkin. Það er ekki eftir neinu að bíða. 

  1. Virkjum
    Fjölmargir góðir orkukostir eru nú í nýtingarflokki rammaáætlunar, bæði hvað varðar vatnsaflsvirkjanir og jarðvarmavirkjanir. Rammaáætlun er ekki að virka eins og lagt var upp með. Það þarf að virkja og því munum við leggja fram sérlög um virkjanakosti í nýtingarflokki, hvern og einn þeirra. Þannig losnum við úr kyrrstöðu síðustu ára og förum í sókn hvað orkuframleiðslu varðar – fyrir land og þjóð.
    Við ætlum að tryggja að framleiðsla á raforku aukist að jafnaði um 100-200 megawött á ári, bæði með nýjum virkjunum, og bættri nýtingu núverandi virkjana um leið og við aukum nýtingu þess rafmagns sem fyrir er með bættu dreifineti raforku.
  2. Vindorka
    Á meðan svona margir góðir orkukostir eru ónýttir í vatnsafli og jarðvarma er rétt að flýta sér hægt við uppbyggingu vindorku. Nýta þarf þá reynslu sem fæst af verkefnum Landsvirkjunar við Búrfell og á Blöndusvæðinu.