Samgöngumál

Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land. Inn með Sundabraut – burt með Borgarlínu.

Miðflokkurinn hafnar alfarið hugmyndum um Borgarlínu eins og þær liggja fyrir. Við ætlum að setja Sundabraut í algjöran forgang þannig að framkvæmdir geti hafist sem fyrst, enda arðbærasta samgönguframkvæmd á landinu. Staða þjóðvegakerfisins er orðin grafalvarleg vegna viðvarandi viðhaldsleysis. Við ætlum að bregðast við því og fara að framkvæma. 

  1. Rjúfum kyrrstöðuna á landsbyggðinni.
    Koma þarf vinnu við jarðgöng aftur af stað og rjúfa þannig kyrrstöðuna. Forma skal staðbundna samgöngusáttmála þar sem horft er til landshluta og framkvæmda innan þeirra með heildstæðum hætti.  
  2. Stofnbrautaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu hraðar til framkvæmda.
    Sundabraut, sem er arðbærasta samgönguframkvæmd á landinu, skal setja í algeran forgang, þannig að framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Sundabraut verður mikil samgöngubót fyrir stóran hluta landsins. Hún léttir á umferð í gegnum Mosfellsbæ, styttir vegalengdir landsmanna inn í höfuðborgina, skapar gott byggingaland meðfram allri leiðinni og dregur úr umferð annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þá skiptir ekki síður máli að tryggja örugga flóttaleið frá höfuðborgarsvæðinu.
  3. Uppbygging vegakerfisins.
    Verjum raunverulegum tekjum af akstri og ökutækjum til uppbyggingar vegakerfisins.
  4. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni varinn.
    Tryggt verði að flugstarfsemi geti blómstrað í Vatnsmýrinni til langrar framtíðar. Keflavíkurflugvöllur verður meginflugvöllur landsins til framtíðar.
  5. Góðar almeningssamgöngur skipta máli.
    Borgarlínan er ekki lausnin, heldur gerir hún annan vanda alvarlegri – föllum frá áformum um Borgarlínu. Einfaldar og hagkvæmar útfærslur á almenningssamgöngum komast fyrr í gagnið og nýtast betur með annarri umferð.