Fjármálakerfið

Stöndum vörð um þín verðmæti. Látum þig njóta eignar þinnar.

Miðflokkurinn vill afhenda almenningi í landinu, raunverulegum eigendum Íslandsbanka, sinn hlut í bankanum beint. Þar með fengi hver íslenskur ríkisborgari eignarhlut sinn til ráðstöfunar, í formi hlutabréfa í bankanum. Aðgerðin stuðlar að virkari hlutabréfamarkaði og eykur möguleika fólks á að fjárfesta í verðmætasköpun.

Nánari útfærsla og framkvæmd.

  • Allir íslenskir ríkisborgarar fæddir en ekki dánir fyrir tiltekinn dag munum eignast sinn hlut í bankanum. Sambærilegt verkefni hefur verið framkvæmt áður, í tíð ríkisstjórnar áranna 2013-2016 tók Skatturinn að sér að framkvæma Leiðréttinguna eða leiðréttingu húsnæðislána. 
  • Íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis eiga rétt til þátttöku. Miðað verður við tiltekin tímamörk, hversu lengi viðkomandi hefur verið búsettur erlendis.
  • Erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi eiga ekki rétt á þátttöku.
  • Börn sem fædd eru fyrir tiltekin dag eignast sama rétt. Foreldrar eða forráðamenn fara með hlut þeirra fram að fjárræðisaldri.
  • Hlutur fólks í bankanum erfist.
  • Aðgerðin snýst um að tryggja fullkomið jafnræði þar sem hver og einn fær jafnan hlut. Tekjur skipta þar ekki máli. 
  • Afhending á hlut í Íslandsbanka til þjóðarinar mun ekki leiða til hærri verðbólgu því aðgerðin felur hvorki í sér peningaprentun né viðbótarlántöku ríkisins. Samhliða þessari aðgerð verða skýr áform um aðhald í ríkisrekstri. Sett verða tímamörk á það hvenær hægt verði að selja hlutinn, ef þarf.
  • Ekki þarf að greiða fjármagnstekjuskatt vegna sölu hlutabréfa í Íslandsbanka. Litið er svo á, eins og gert var í tilviki leiðréttingarinnar, að verið sé að afhenda eign sem viðkomandi átti þegar. Hugsanlegur árlegur arður af bréfunum eða ávöxtun mun falla innan frítekjumarks fjármagnstekjuskatts.