Var þá ekkert plan?

Eitt af fyrstu verk­um nýrr­ar rík­is­stjórn­ar er að efna til sam­ráðs við al­menn­ing um aðhald í rík­is­rekstri und­ir yf­ir­skrift­inni „Ver­um hag­sýn í rekstri rík­is­ins“. Þetta er svo sem ekki nýtt, Miðflokk­ur­inn kallaði eft­ir reynslu­sög­um af…

Eitt af fyrstu verk­um nýrr­ar rík­is­stjórn­ar er að efna til sam­ráðs við al­menn­ing um aðhald í rík­is­rekstri und­ir yf­ir­skrift­inni „Ver­um hag­sýn í rekstri rík­is­ins“.

Þetta er svo sem ekki nýtt, Miðflokk­ur­inn kallaði eft­ir reynslu­sög­um af bákn­inu á fyrsta kjör­tíma­bili sínu á þingi, skömmu áður en covid-far­ald­ur­inn gekk í garð og stjórn­mál­un­um var kippt úr sam­bandi og stöku þing­menn hafa viðhaft svipaða nálg­un af og til.

Það kem­ur von­andi eitt­hvað gott út úr þessu, en lík­urn­ar á því hefðu auk­ist ef stjórn­ar­flokk­arn­ir hefðu lagt ein­hverj­ar lín­ur sjálf­ir. Hvað er rík­is­stjórn­in að hugsa í þess­um efn­um? Hvert er planið? Al­menn­ing­ur á eng­an mögu­leika á að kafa ofan í rang­hala þeirr­ar óráðsíu og sóun­ar sem víða hef­ur grafið um sig hjá hinu op­in­bera.

Þess vegna er hætt við að þetta verði yf­ir­borðskennd­ara en æski­legt væri, ef mark­miðið var raun­veru­lega að ná ár­angri með þessu út­spili.

Það er eitt og annað áhuga­vert sem þegar er komið fram. Þegar þessi pist­ill er skrifaður hafa um 2.000 til­lög­ur verið send­ar inn, en því miður er helm­ing­ur þeirra fal­inn. „Um­sagnaraðili hef­ur valið að sýna ekki um­sögn sína,“ stend­ur í ann­arri hverri línu. Væri ekki rétt að bjóða fólki nafn­leynd og að um­sögn­in væri þá sýni­leg? Þá mun blasa við hvað hef­ur farið beint í tæt­ar­ann þegar verk­efnið er gert upp.

Það er eitt og annað kunn­ug­legt og fyr­ir­sjá­an­legt í þeim til­lög­um sem sýni­leg­ar eru.

Í nokkr­um tug­um til­lagna er lagt til að RÚV verði lagt niður eða um­fang þess minnkað. Hátt í 40 leggja til að áform um borg­ar­línu verði af­lögð eða end­ur­skoðuð. Svipaður fjöldi legg­ur til fækk­un aðstoðarmanna ráðherra og rík­is­stjórn­ar. Tug­ir leggja til að fjár­aust­ur í lofts­lags­kirkj­una verði aflagður og í á sjö­unda tug ábend­inga eru horn­in rek­in í sendi­ráðin og rekst­ur þeirra.

En það er minna um að farið sé á dýpt­ina, þar sem stóru kostnaðarliðirn­ir liggja. Auðvitað eiga þeir sem stjórna að líta til með því sem næst þeim stend­ur, en stóru tæki­fær­in til hagræðing­ar liggja í dýr­ustu kerf­un­um okk­ar. Í heil­brigðismál­un­um, fé­lags­lega stuðnings­kerf­inu, mennta­kerf­inu og svo mætti áfram telja.

Það kaf­ar eng­inn af viti ofan í þá mála­flokka nema sá sem hef­ur aðgengi að öll­um upp­lýs­ing­um, það hef­ur al­menn­ing­ur ekki. Í því sam­hengi er rétt að minna á til­lög­ur Miðflokks­ins í aðdrag­anda kosn­inga, þar sem sú stefna var sett fram að fá ut­anaðkom­andi aðila tíma­bundið inn í kerfið, sem þá væru þá eins kon­ar „hagræðing­ar­keis­ar­ar“, með aðgengi að öll­um upp­lýs­ing­um og kröfu á sér um að snúa við hverj­um steini.

Það er nefni­lega ekki lík­legt að þeir sem bjuggu til kerf­in séu lík­leg­ast­ir til að vinda ofan af vit­leys­unni og sóun­inni þar sem hana er að finna.

Höf­und­ur er þingmaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is