Réttindi opinberra starfsmanna á Alþingi

Sig­ríður Ásthild­ur And­er­sen

Þessi yf­ir­burðastaða op­in­berra starfs­manna gagn­vart fólki á al­menn­um vinnu­markaði er hvorki sann­gjörn né eðli­leg.

Árið 1995 var kynnt til sög­unn­ar laga­ákvæði sem trygg­ir rétt alþing­is­manna til leyf­is frá störf­um sem þeir gegna hjá hinu op­in­bera þegar þeir eru kjörn­ir til þings. Nokkru áður en þetta laga­ákvæði tók gildi hafði verið af­numið úr stjórn­ar­skrá ákvæði er kvað á um að emb­ætt­is­menn sem yrðu kosn­ir á þing þyrftu, án kostnaðar fyr­ir rík­is­sjóð að „ann­ast um að embætt­is­störf­um þeirra verði gegnt á þann hátt sem stjórn­in tel­ur nægja“. Sýn­ist sjón­ar­miðið hafa verið að mik­il­væg embætti yrðu ekki ómönnuð og um leið að rík­is­sjóður hefði ekki kostnað af því að emb­ætt­ismaður hyrfi úr embætti á Alþingi. Af seinni tíma skýr­ingu má ráða að ákvæðið hafi verið túlkað þannig að emb­ætt­ismaður ætti rétt á embætt­inu eft­ir að þing­mennsku lyki. Emb­ætt­is­menn voru áður ævi­skipaðir.

Það ákvæði sem nú gild­ir, 4. gr. laga nr. 88/​1995 um þing­far­ar­kaup, er af­drátt­ar­laust um rétt alþing­is­manns á leyfi frá op­in­beru starfi í fimm ár og eft­ir það sér­stak­an rétt á for­gangi að sam­bæri­legri stöðu hjá hinu op­in­bera í allt að fimm ár. Sam­tals tíu ára rétt­indi.

Í at­huga­semd­um með ákvæðinu eru þau rök ein tínd til að „eðli­legt þykir“ að alþing­ismaður geti fengið leyfi frá störf­um hjá hinu op­in­bera og að „sann­gjarnt“ sé að þingmaður sem verði að velja á milli op­in­bers starfs og þing­mennsku hafi trygg­ingu fyr­ir því að fá sam­bæri­legt starf hjá hinu op­in­bera í fimm ár eft­ir að hann af­sal­ar sér því starfi sem hann var skipaður eða ráðinn í.

Af hverju þessi rétt­ur telj­ist bæði eðli­leg­ur og sann­gjarn er ekki út­skýrt frek­ar. Hins veg­ar er lögð áhersla á það í at­huga­semd­un­um að þessi tíu ára rétt­indi op­in­berra starfs­manna séu frá­leitt for­takslaust tak­mörkuð við tíu ár held­ur séu þetta „lág­marks­rétt­indi“.

Hver sá sem hef­ur áhuga á að gefa kost á sér til op­in­berr­ar þátt­töku í stjórn­mál­um stend­ur óhjá­kvæmi­lega frammi fyr­ir mati á alls kon­ar hags­mun­um. Fjöl­skylduaðstæður vega gjarn­an þyngst og inn í þær flétt­ast, en standa líka sjálf­stæð, sjón­ar­mið um at­vinnu­ör­yggi.

Launþegi á al­menn­um vinnu­markaði sem kjör­inn er til þings geng­ur ekki að starfi sínu vísu eft­ir fjög­ur ár, hvað þá tíu ár. Ekk­ert fyr­ir­tæki get­ur leyft sér slíka skuld­bind­ingu þótt vel­viljað sé gagn­vart þing­mennsk­unni. Þá kemst eng­inn þingmaður hjá því að velta því fyr­ir sér hvort þing­störf­in verði hon­um fjöt­ur um fót á vinnu­markaði að þing­ferli lokn­um. Kunna þær vanga­velt­ur jafn­vel að marka þing­störf sumra. Þessi sjón­ar­mið hafa án efa áhrif á ákv­arðanir um þátt­töku í stjórn­mál­um. Op­in­ber starfsmaður, hvort held­ur emb­ætt­ismaður eða starfsmaður á plani hjá ríki eða sveit­ar­fé­lagi, þarf ekki að velta þess­um hlut­um fyr­ir sér. Starfs­ör­yggið er al­gert.

Þessi yf­ir­burðastaða op­in­berra starfs­manna gagn­vart fólki á al­menn­um vinnu­markaði er hvorki sann­gjörn né eðli­leg. Þenn­an aðstöðumun þarf að af­nema og það er skyn­sam­legt að gera í upp­hafi kjör­tíma­bils. Ég mun beita mér fyr­ir nauðsyn­legri laga­breyt­ingu.

Höf­und­ur er þingmaður Miðflokks­ins.