Hvammsvirkjun og raunverulegur vilji Alþingis

Enn einn út­úr­dúr úr sög­unni enda­lausu um Hvamms­virkj­un var skrifaður í liðinni viku þegar dóm­ari við Héraðsdóm Reykja­vík­ur komst að þeirri niður­stöðu að vilji lög­gjaf­ans um að Um­hverf­is­stofn­un hafi heim­ild til að gera það sem henni er í raun ætlað að gera, í tengsl­um við leyf­is­veit­ing­ar vegna vantsafls­virkj­ana, birt­ist ekki í um­deildu laga­ákvæði „með eins skýr­um hætti og æski­legt hefði verið“. Þannig felldi dóm­ar­inn fram­kvæmda­leyfi fyr­ir Hvamms­virkj­un úr gildi.

Það er ekki annað hægt en að stoppa við þá af­stöðu héraðsdóm­ar­ans að vilji lög­gjaf­ans komi ekki skýrt fram hvað varðar frek­ari áform um virkj­un vatns­afls. Vís­ar dóm­ar­inn sér­stak­lega til orðalags­breyt­ing­ar sem gerð var í meðför­um þing­nefnd­ar fyrri hluta árs 2011. Um­rædd orðalags­breyt­ing var gerð í nefndaráliti sem þing­menn­irn­ir Birg­ir Ármanns­son og Kristján Þór Júlí­us­son hjá Sjálf­stæðis­flokki og Vig­dís Hauks­dótt­ir þá hjá Fram­sókn­ar­flokki skrifuðu und­ir. Það stenst auðvitað enga skyn­sem­is­skoðun að þess­ari breyt­ingu í nefndaráliti þess­ara þing­manna hafi verið ætlað að teikna upp þann vilja lög­gjaf­ans að þrengja þannig að virkj­un vatns­afls hér á landi að ekki verði hægt að ráðast í nein­ar nýj­ar vatns­afls­virkj­an­ir.

Á sama tíma var her sér­fræðinga að vinna að vernd­ar- og nýt­ingaráætl­un sam­kvæmt lög­um þar um, eða ramm­a­áætl­un eins og það er kallað í dag­legu tali. Hefði sú vinna verið í gangi ef vilji lög­gjaf­ans væri raun­veru­lega sá að loka fyr­ir frek­ari vatns­afls­virkj­an­ir? Nei, auðvitað ekki.

Svo hef­ur einnig komið fram að Um­hverf­is­stofn­un hafi í tvígang, hið minnsta, bent á að skyn­sam­legt væri að skerpa á laga­ákvæðinu sem dóm­ar­inn tel­ur nú ekki nógu skýrt. Það verður for­vitni­legt að heyra hvers vegna það var ekki gert á sín­um tíma. Það breyt­ir því þó ekki að dóm­ar­inn virðist velja sér æði þröngt sjón­ar­horn þegar hann kemst að sinni niður­stöðu í mál­inu, svo þröngt að maður velt­ir óhjá­kvæmi­lega fyr­ir sér hvað búi þar að baki.

Staðan sem nú er uppi er í öllu falli ótæk. En það eru tvær leiðir fær­ar sem höggva hratt á þenn­an hnút og tryggja hag lands­manna.

Ann­ars veg­ar að ráðherra setji bráðabirgðalög þar sem vilji lög­gjaf­ans um að virkja megi vatns­afl er gerður kýr­skýr, á grund­velli 28. gr. stjórn­ar­skrár sem Alþingi þarf þá að af­greiða inn­an sex vikna frá þing­setn­ingu. Hins veg­ar að fram­kvæmda­leyfi fyr­ir Hvamms­virkj­un verði ein­fald­lega gefið út með sér­lög­um sem yrðu lögð fram við þing­setn­ingu.

Hvor leiðin sem verður fyr­ir val­inu mun njóta stuðnings þing­flokks Miðflokks­ins.

Velji rík­is­stjórn­in og ráðherra orku­mála hins veg­ar að láta reka á reiðanum, þá er strax orðið ljóst að lít­il vigt er í dig­ur­barka­leg­um yf­ir­lýs­ing­um um stuðning við orku­öfl­un á næstu árum.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is