Höfum við næga trú á Íslandi?

Þegar sam­fé­lag er eins lítið og hið ís­lenska geta hlut­ir farið úr­skeiðis mjög hratt. Það er skylda okk­ar við kyn­slóðir liðinna alda, þær sem þraukuðu, byggðu upp landið og varðveittu þjóðina, og einnig við kyn­slóðir framtíðar­inn­ar, að varðveita sam­fé­lagið.

Við ára­mót lít­um við bæði yfir far­inn veg og til framtíðar. Það er mik­il­vægt að þetta fari sam­an. Við byrj­um ekki frá grunni. Allt sem á und­an er gengið bjó til þá stöðu sem við vinn­um úr á nýju ári og sýn­ir okk­ur hvað þarf að vernda og hverju þarf að breyta.

Ég ótt­ast að við séum ekki nógu dug­leg að læra af reynsl­unni og met­um ekki sem skyldi það sem skilaði okk­ur þeim gæðum sem við búum að.

Full­veldið

Höf­um við sömu trú á sjálf­stæði ís­lensku þjóðar­inn­ar, menn­ingu henn­ar og tungu­mál­inu og Fjöln­is­menn höfðu eða Bald­vin Ein­ars­son þegar hann gaf út Ármann á Alþingi árið 1829? Það ár voru Íslend­ing­ar sára­fá­tæk 50 þúsund manna þjóð í heimi þar sem sjálf­stæði þjóða var und­an­tekn­ing.

Þegar þjóðfund­ur­inn var hald­inn árið 1851 mót­mæltu Jón Sig­urðsson og full­trú­ar Íslands all­ir. Þeir tóku ekki í mál að Ísland yrði inn­limað í Dan­mörku þrátt fyr­ir að þeir fengju fyr­ir vikið sex sæti á danska þing­inu um leið og Alþingi yrði end­ur­vakið sem amts­ráð. Þá voru Íslend­ing­ar um 60 þúsund.

Árið 1874 hafði þýsku og ít­ölsku lönd­un­um verið steypt sam­an í eitt ríki með góðu eða illu og Aust­ur­rísk-ung­verska keis­ara­dæmið hafði myndað nýtt ríki úr fjölda ólíkra þjóða. Það ár kom Kristján IX. Dana­kon­ung­ur til Íslands til að af­henda okk­ur eig­in stjórn­ar­skrá. 70 þúsund Íslend­ing­ar í harðbýlu landi lengst norður í hafi létu sér það ekki nægja. Þeir vildu ráða sín­um mál­um sjálf­ir og taka ábyrgð á af­leiðing­un­um.

Höf­um við enn sömu trú og Íslend­ing­ar höfðu árið 1918 þegar nokk­ur ný­lendu­veldi réðu stærst­um hluta heims­ins en 90 þúsund manna fá­tæk en óhrædd þjóð var sann­færð um að hún ætti að vera full­valda, taka eig­in ákv­arðanir og spjara sig sjálf?

Lýðræðið

Full­veldi er ná­tengt lýðræði. Hvort tveggja snýst um að þjóðir ráði sér sjálf­ar. Þær gera það ekki nema valdið til að ákveða hvert skuli stefna liggi raun­veru­lega hjá fólk­inu sem mynd­ar þjóðina. Emb­ætt­is­menn, nefnd­ir og stofn­an­ir gegna oft mik­il­vægu hlut­verki en það er ekki þeirra að fara með valdið og allra síst ætti það að vera hlut­verk er­lends kerf­is­ræðis. Land sem skuld­bind­ur sig til að taka við er­lendri lög­gjöf og til­skip­un­um býr hvorki við fullt sjálf­stæði né fullt lýðræði.

Þeir sem telja að betra sé að ókjörn­ir emb­ætt­is­menn í öðrum lönd­um hafi vit fyr­ir okk­ur hafa hvorki trú á full­veld­inu né lýðræðinu. Það ber ekki vott um mikið sjálfs­traust að telja það okk­ur fyr­ir bestu að fylgja regl­um sem sett­ar eru út frá hags­mun­um annarra í stað þess að við tök­um ákv­arðanir út frá okk­ar þörf­um og aðstæðum.

Við verðum líka að velta fyr­ir okk­ur hvort tengsl kjós­enda við valdið og ákv­arðana­töku hafi rofnað að því marki að al­menn­ing­ur hafi ekki leng­ur það vald sem hon­um er ætlað í lýðræðis­ríki.

Þjóðin

Hvers vegna töldu Íslend­ing­ar mik­il­vægt að þeir fengju að ráða sér sjálf­ir og töldu svo eðli­legt að vald­inu yrði skipt jafnt á milli allra Íslend­inga sem hefðu ald­ur til? Það byggðist á því að við lit­um á okk­ur sem af­markaðan hóp aðskil­inn frá öðrum. Við vær­um ein þjóð. Þess vegna gat hver Íslend­ing­ur sætt sig við að póli­tísk­ir and­stæðing­ar inn­an hóps­ins hefðu áhrif á stjórn lands­ins frem­ur en sam­herj­ar utan hans.

Það er í raun krafta­verk að ís­lenska þjóðin skuli hafa varðveist sem einn hóp­ur með sam­eig­in­lega tungu og menn­ingu inn­an sömu nátt­úru­legu landa­mæra í á annað þúsund ár og það er verðmæt­ara en við get­um gert okk­ur í hug­ar­lund.

Á því bygg­ist meðal ann­ars sam­kennd og samstaða og al­menn­ur vilji til að veita öll­um tæki­færi og standa með þeim sem hall­ar á en einnig get­an til þess.

Marg­ir hafa bent á að sterkt vel­ferðar­kerfi og opin eða lek landa­mæri fari ekki sam­an. Þessu eru aðrar Norður­landaþjóðir loks að átta sig á eft­ir bitra reynslu. Það er mik­il synd að ís­lensk stjórn­völd skuli ekki hafa gert sér grein fyr­ir mik­il­vægi þess að hafa stjórn á því hverj­ir bæt­ast í hóp­inn og að gera kröf­ur til þeirra um að aðlag­ast því sam­fé­lagi sem fyr­ir er.

Fólk hef­ur flust til lands­ins víða að úr heim­in­um og orðið full­gild­ir Íslend­ing­ar, orðið fjöl­skyldumeðlim­ir og vin­ir þeirra sem fyr­ir voru og gert sam­fé­lag­inu mikið gagn. En þegar of marg­ir flytj­ast til lands­ins of hratt og stjórn­völd telja jafn­vel að sam­fé­lagið eigi að laga sig að þeim koma frek­ar en öf­ugt get­ur niðurstaðan aldrei orðið góð. Slíkt er eng­um til gagns og af­leiðing­arn­ar verða aldrei aft­ur tekn­ar.

Þegar sam­fé­lag er eins lítið og hið ís­lenska geta hlut­ir farið úr­skeiðis mjög hratt. Það er skylda okk­ar við kyn­slóðir liðinna alda, þær sem þraukuðu, byggðu upp landið og varðveittu þjóðina, og einnig við kyn­slóðir framtíðar­inn­ar, að varðveita sam­fé­lagið.

Framtíðin

Er hætta á því að við séum far­in að líta á ár­ang­ur ald­anna sem sjálf­gef­inn? Að fram­rás tím­ans muni óhjá­kvæmi­lega leiða til fram­fara og óþarfi sé að vernda sér­stak­lega af­rek kyn­slóðanna?

Eft­ir­gjöf þess sem vel hef­ur reynst er oft af­leiðing van­rækslu, því að missa sjón­ar á sam­hengi hlut­anna og tengsl­in við sög­una. Oft­ar en ekki fer eft­ir­gjöf­in fram í skref­um, stund­um án þess að fólk taki eft­ir því en oft með vís­an í að aðstæður séu breytt­ar og því gildi ekki leng­ur það sama og áður.

Höf­um við vilja til að varðveita full­veldið, lýðræðið og þjóðina? Ef svo er þurf­um við nú að sýna það í verki. Við þurf­um líka að leyfa okk­ur að ræða þessi mál af fullri al­vöru. Umræða um þessi grund­vall­ar­mál, fortíð og framtíð þjóðar­inn­ar, ein­kenn­ist eins og önn­ur stjórn­mál sam­tím­ans um of af umbúðamennsku og ímynd­ar­póli­tík. Þess hef­ur jafn­vel orðið vart að reynt sé að gera lítið úr af­rek­um fortíðar. Meira að segja tungu­málið sjálft hef­ur orðið að fórn­ar­lambi mis­skil­ins „rétt­trúnaðar“.

Meg­um við bera gæfu til að ræða þessi mál af al­vöru á nýju ári og gera það sem þarf til að vernda full­veldið, lýðræðið og þjóðina.

Í hvatn­ing­ar­skyni er við hæfi að líta til ljóðs Davíðs Stef­áns­son­ar frá þeim tíma þegar ís­lenska þjóðin hafði fulla trú á sjálfri sér og framtíðinni. Sjá, dag­ar koma:

Sjá, dag­ar koma, ár og ald­ir líða

og eng­inn stöðvar tím­ans þunga nið.

Í djúpi and­ans duld­ir kraft­ar bíða.

Hin dýpsta speki boðar líf og frið.

Í þúsund ár bjó þjóð við nyrstu voga.

Mót þraut­um sín­um gekk hún, djörf og sterk.

í henn­ar kirkju helg­ar stjörn­ur loga,

og henn­ar líf er ei­líft krafta­verk.