Guð blessi Ísland!

Verður ákvörðunum um líf okk­ar og kjör hér eft­ir fleygt beint í fang Evr­ópu­skriff­inna í Brus­sel?

„Ísland í A-flokk“ var víg­orð kosn­inga­her­ferðar Alþýðuflokks­ins 1991 sem fylgdi í kjöl­far her­ferðar­inn­ar „18 rauðar rós­ir“ 1987. Ísland í A-flokk speglaði ein­beitt­an vilja flokks­ins, for­ystu hans og fylgj­enda til að leiða Ísland á vit Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins, í A-flokk meðal þjóða, sem gekk jú eft­ir.

Þar sem sá er þetta rit­ar ber nokkra ábyrgð á fyrr­nefnd­um her­ferðum hef­ur upp­rifj­un alls þessa til skamms tíma verið bland­in nokkru stolti. Þá ekki síður þátt­tak­an í því starfi sem leiddi til þess­ara tíma­móta með til­heyr­andi ábata, sem á þeim tíma var fyrst og fremst mæld­ur í svo­nefndu „fjór­frelsi“ en þó ekki síður í niður­fell­ingu tolla á ís­lensk­ar sjáv­ar­af­urðir er leiða myndu til um­tals­verðrar hækk­un­ar á arðsemi þjóðarbús­ins. Aðgang­ur að evr­ópsk­um styrkja­kerf­um fól einnig í sér ný tæki­færi og sitt­hvað fleira.

Allt fór það vel af stað, þótt snemma tæki að orka tví­mæl­is hvort hin ný­frjálsa ís­lenska þjóð hefði, aðeins hálfri öld frá lýðveld­is­stofn­un, megnað að þróa með sér nægj­an­leg­an þroska og ábyrgðar­kennd til að fóta sig þokka­lega á nýju svelli hins „fjórþætta frels­is“. Tæp­lega hálf­um öðrum ára­tug síðar varð öll­um ljóst að sú var alls ekki raun­in.

All­nokkru áður en brast á með banka­hrun­inu skelfi­lega 2008 blasti þó einnig við að hin aukna arðsemi þjóðarbús­ins af toll­aniður­fell­ing­um sjáv­ar­af­urða var ekki sú sem upp hafði verið lagt með. Íslensk út­gerðarfé­lög höfðu nefni­lega al­farið í hendi sér ákvörðun þeirra kosta­kjara á sjáv­ar­fang­inu sem buðust þeirra eig­in vinnsl­um inn­an lands og einkum þó utan. Þetta sjálf­skipaða verðlags­fyr­ir­komu­lag hafði einnig veru­leg áhrif á af­komu­tengd kjör sjó­manna og þá ekki síst á af­komu eig­enda sjálfr­ar auðlind­ar­inn­ar, ís­lensku þjóðar­inn­ar.

Um þetta hef­ur lengi verið deilt og verður enn um sinn.

Upp skyldi „dubbuð“ hin ís­lenska brúður

Eðli­leg sam­hæf­ing reglu­verka og inn­leiðing­ar nýrra stofn­ana og viðmiða hafði þegar haf­ist fyr­ir hina form­legu inn­göngu Íslands í EES árið 1994.

Ný­frjálsa eyríkið þurfti að snur­fusa heil­mikið til svo hæfa mætti viðmiðum og vænt­ing­um ríkja­sam­bands­ins stóra. Þessu mætti líkja við gerð hjóna­bands­sátt­mála þar sem kveðið er á um gagn­kvæma trú­mennsku, lima­b­urð og leik­regl­ur byggðar á áður­nefndri aðlög­un.

Eng­an þeirra sem að þessu ferli komu af Íslands hálfu gat þó hafa grunað með hvaða hætti þetta „ástar­sam­band“ ætti eft­ir að þró­ast og hve ein­hliða sú þróun átti eft­ir að verða.

Frá ári til árs tók að fjölga til­skip­un­um frá höfuðstöðvum EES í Brus­sel sem og ófrá­víkj­an­leg­um kröf­um um nýj­ar inn­leiðing­ar á stóru og smáu. Allt frá viður­kennd­um skó­stærðum að lög­mætri lög­un bjúgald­ina.

Lítið, ef nokkuð, hef­ur borið á gagn­kröf­um héðan til Brus­sel.

Yf­ir­burðir af­kasta­manna í út­lönd­um

Ólíku hef­ur verið sam­an að jafna und­an­far­in 30 ár, afrakstri 63 ís­lenskra alþing­is­manna með sína par hundruð aðstoðar- og starfs­menn og svo af­köst­um þeirra 720 þing­manna Evr­ópuþings­ins sem eru með heila 30.000 of­virka skriff­inna á sín­um snær­um.

Árlega af­greiðir Alþingi og send­ir frá sér 60-80 ný ís­lensk lög og álykt­an­ir, á meðan heil 650 mál frá Brus­sel krefjast at­hygli okk­ar og taf­ar­lausr­ar af­greiðslu. Hin lítt dul­búna und­ir­liggj­andi hót­un er síðan að illt kynni af að hljót­ast ef „brúður er með múður“. Henni ber að vera þæg og und­ir­gef­in, en fyrst og fremst þakk­lát fyr­ir að fá að vera „memm“.

Yrði blaut­ur draum­ur Viðreisn­ar og Sam­fylk­ing­ar að veru­leika um inn­göngu í sjálft Evr­ópu­sam­bandið, eins og nú kynni við að blasa að aflokn­um kosn­ing­um helgar­inn­ar, myndi þess­um 650 evr­ópsku til­skip­un­um á hverj­um þing­vetri fjölga í a.m.k. 2.100!

Sitj­andi í nokkr­um þing­nefnd­um Alþing­is hryll­ir mann óneit­an­lega við þeirri sí­vax­andi óbil­girni og Evr­ópu­frekju sem nú þegar blas­ir við. Rúm­leg þreföld­un á því álagi myndi að lík­ind­um kalla á um­tals­verða fjölg­un þing­manna hér á landi til að af­greiða mætti gegn­um nefnd­ir Alþing­is slík­an mála­fjölda á ári hverju. Um kostnað við hverja inn­leiðingu þarf svo ekki að fjöl­yrða, en sé spurt um áþreif­an­leg­an ábata fyr­ir okk­ur Íslend­inga verður fátt um svör.

Vilj­um við þetta virki­lega?

Skal bú­mannsvit­inu víðfræga úr hinu gjaldþrota Ráðhúsi Reykja­vík­ur virki­lega troðið ofan í okk­ur með þeim hætti sem skugga­leg­ar skoðanakann­an­ir gefa nú til kynna? Verður ákvörðunum um líf okk­ar og kjör hér eft­ir fleygt beint í fang Evr­ópu­skriff­inna í Brus­sel, í blindu trausti þess að þá verði okk­ur svo miklu bet­ur borgið?

Upp­gjaf­ar­orð Geirs H. Haar­de úr hrun­inu eru þegar tek­in að leiftra fyr­ir hug­skots­sjón­um æði margra, mörkuð eld­rauðum stöf­um:

Guð blessi Ísland!

Höf­und­ur er alþing­ismaður og skip­ar 2. sæti á lista Miðflokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð